Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 169
STOFNUNARSÖFNHÁSKÓLA
169
Aðalsafn (e. ‘main library’ eða ‘central library’, sæ. ‘huvudbibliotek’ eða ‘central-
bibliotek’): helzta safn háskóla.
Háskólabókasafn: öll söfn eins háskóla í heild.
Háskólabókavörður: yfirmaður háskólabókasafns eða aðalsafns.
Stofnunarsajn: safn sérstakrar fræðigreinar háskóla bundið stofnun þessarar greinar
eða deild innan háskóladeildar. Hér er átt við þau söfn, sem á ensku kallast ‘depart-
mental libraries’ eða ‘libraries of departments’, en á dönsku ‘institutbiblioteker’. Nokk-
ur munur er á ‘institutter’ á Norðurlöndum og ‘departments’ í Bandaríkj unum. ‘In-
stitutter’ Norðurlanda eru einkum rannsóknarstofnanir, en ‘departments’ eru jafn-
framt eða fyrst og fremst kennslustofnanir. ‘Departmental libraries’ í Bandaríkjunum
spanna því víðara svið en ‘institutbiblioteker’ og eru yfirleitt miklu stærri söfn (7, s.
42-43; 16, s. 58; 25, s. 28; 26, s. 4-5; 28, s. 149).
Hugtakið stofnunarsafn er hér einnig notað um önnur sérsöfn háskóla, þegar þau
taka til ákveðins efnissviðs, t. d. söfn (oftast handbókasöfn) á rannsóknarstofum og
sérstök söfn fyrir viðræðuæfingar (seminar-æfingar). Söfn, sem myndazt hafa á
grundvelli annarra sjónarmiða en efnissviðs, falla ekki undir skýrgreininguna. Svo er
t. d. um kortasöfn, söfn vögguprents, gjafasöfn, sem tilskilið er að halda aðskildum,
handritasöfn, límaritasöfn, söfn doktorsritgerða o. fl.
Þess ber að minnast, að þau söfn, sem hér eru nefnd einu nafni stofnunarsöfn, eru
ekki aðeins allólík eftir löndum eða landssvæðum, heldur einnig innan eins og sama
lands eða háskóla. Þau geta haft að geyma hundrað þúsund bækur eða aðeins nokkra
tugi, og þau geta tekið til þröngs sérsviðs eða allvíðtæks efnissviðs, þannig að þau
nálgast það að vera deildarsöfn (sjá síðar). T. d. skiptir brezk heimild stofnunarsöfn-
um á Bretlandi í fimm tegundir (21, s. 98-99).
I. HNITUN OG DREIFING
1. INNGANGUR
Svo segir í skýrslu einni, sem samin var árið 1947 um bókasafn Stanford-háskóla í
Bandaríkj unum:
„Byggingunni, sem hýsti aðalsafnið, var að fullu lokið árið 1919, og hefur hún
verið notuð óslitið síðan. Hún er gríðarstór með tilkomumiklum stigauppgangi í
miðju og þykkum, óhagganlegum veggjum. Er hún ekki jafnþjál til breytinga eða
stækkunar og þær byggingar, sem skipulagðar voru á þriðja tug aldarinnar og síðar.
Þegar byggingin var fullgerð, rúmaði hún auðveldlega flest söfn háskólans. Var því
unnt að koma á mjög víðtækri hnitun bókakosts og annars efnis í safninu. En með ör-
um vexti safnsins hefur rými minnkað og allmörgum stofnunarsöfnum og sérsöfnum
hefur verið komið á laggirnar á háskólasvæðinu. Um þessar mundir eru nokkur þess-
ara safna orðin svo yfirfull eða svo óhentug til þeirra nota, sem af þeim átti að liafa,
að athugun á breytingu aðalsafnbyggingarinnar og samræmingu eða samruna nokk-