Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 196
196
STOFNUNARSÖFNHÁSKÓLA
að ráða starfslið, sem veiti jafngóða þjónustu og starfslið aðalsafns og 2) þegar stórar
og veigamiklar stofnanir (sérstaklega raunvísindastofnanir) eru drjúga vegalengd
frá aðalsafni (sjá s. 181).
Ef fylgja á þeirri reglu, að stofnunarsöfn varðveiti aðeins aukaeintök bóka, verða
stofnunarsöfnin að vera tiltölulega lítil vöxtum og hafa að geyma nauðsynlegustu
handbækur, uppsláttarrit, hókaskrár og kennslubækur. Svarar ekki kostnaði að koma
upp stóru safni aukaeintaka. Séu stofnunarsöfnin allstór, verður að takast samvinna og
verkaskipting í bókaöflun milli þeirra og aðalsafns. Þyrfti hún að hníga í þá átt, að
stofnunarsafn sæi um val rita, sem varða beint rannsóknir og nám í stofnuninni, en
aðalsafn bætti við ritum um þau svið fræðigreinarinnar, sem minna væru rækt. Þannig
yrði safnið heillegt og minni hætta á, að persónuleg áhugamál forstöðumanns eða
sérfræðinga stofnunar réðu bókavali einvörðungu (sbr. 21, gr. 19, s. 10).
Samt sem áður verður ævinlega að kaupa sumar bækur í tvítaki eða mörgum ein-
tökum. Sú stefna að kaupa aðeins eitt eintak af hverri hók er úrelt. A þetta bæði við
um bækur í þágu rannsókna og kennslu. En svo sem vikið var að hér á undan er þörfin
brýn fyrir tvö eða fleiri eintök bóka meðal stúdenta á fyrstu árum háskólanáms. Þessa
fullyrðingu styðja athuganir, sem gerðar voru fyrir bókasafnanefndina brezku og
fræðast má um í skýrslu hennar (sjá 21, gr. 22, s. 11). Á Norðurlöndum er sums
staðar tiðkuð sú regla, ef keypt eru tvö eintök bókar, að stofnunarsafn kaupi það ein-
tak, sem ekki er lánað út, en aðalsafn kaupi útlánseintakið (5, s. 22; 26, s. 13).
1 sumum tilvikum kann að vera æskilegt að skipta ekki bókakosti fræðigreinar, en
geyma hann allan í stofnunarsafni. Þetta gerðist t. d. í Jyvaskylá 1965, þegar sett var
á slofn stærðfræði- og náttúrufræðideild við háskólann með nokkrum prófessorsem-
bættirm. Tillaga kom þá fram um sameiginlegt safn fyrir deildina, en prófessorarnir
voru því algerlega andsnúnir, enda voru stofnanir hennar ekki í sömu byggingu. Allt,
sem fram að þeim tíma hafði verið aflað í þessum greinum, var sett í stofnanirnar.
Þessi ráðstöfun var réttlætt með því, að hinar nýju stofnanir væru langa leið frá aðal-
safni og það fé, sem úthlutað hefði verið, væri ónógt til þess að halda uppi tveimur
söfnum. Einnig var litið svo á, að kennararnir hefðu nokkuð til síns máls, er þeir
héldu því fram, að fyrstu árin væru það einkum þeir, sem þörf hefðu á safnkostinum
(23, s. 49).
Umdeilt er, hvort stofnunarsöfn eigi að vera vistsöfn eða ekki. En ekki er vafamál,
að ákveðinn hluti af hókakosti þeirra verður alltaf að vera á staðnum. Svo að tekið
sé dæmi, er sá háttur hafður á við Óslóarháskóla, að stofnunarsöfnin eru að megin-
reglu vistsöfn, en í sérstökum tilvikum er unnt að lána bækur einstaklingum eða öðr-
um söfnum (26, s. 12).
En hvort sem stofnunarsöfn eru hrein vistsöfn eða ekki, er nauðsynlegt, að allir
kennarar háskólans og stúdentar eigi aðgang að þeim, svo sem tíðkast í Bretlandi.
Skiptir þessi regla miklu vegna þess, að fræðigreinar eru ekki jafnafmarkaðar og
áður, heldur eiga í vaxandi mæli ítök hver í annarri (21, gr. 9, s. 7).