Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 148
OLAFUR F. HJARTAR
UM FLOKKUN BÓKA
ÞÖRFIN til þess að flokka þekkingu mannsins, eins og hún birtist í rituðu máli og
síðar prentuðu, er ævagömul. Ýmsir þekktir menn hafa búið til flokkunarkerfi, og
þar koma við sögu m. a. Aldus Manutius (1449-1515), Francis Bacon (1561-1620),
August Comte (1798-1834), Samuel Taylor Coleridge (1772-1834) og Herbert Spen-
cer (1820-1903). Þar sem of langt mál yrði að rekja sögu flokkunar að nokkru marki,
skulum við heldur athuga, hvers virði flokkun bóka er skipulagi safns og þjónustu.
Bent hefur t. d. verið á eftirtalin atriði:
1. Bókum er skipað eftir efni í haganlega röð fyrir lesandann og bókavörðinn.
2. Flokkun stuðlar að kerfishundnu bókavali og endurnýjun á bókastofni safns.
3. Hún skipar bókum í greinar og viðheldur hilluröðun.
4. Gefur ábendingu um efni bókar og vísar lesendum leið með hjálp spjaldskrár.
5. Auðveldar bókakynningu í vissum greinum og léttir bókaverði að byggja upp
safn, bókakost útibús, bókabíls o. fl. eftir aðstæðum.
6. Flokkun er oft lögð til grundvallar í hvers konar skýrslugerð og þegar veita skal
tölulegar upplýsingar um starfsemi safns.
7. Auðveldar gerð hilluskrár og eftirlit með bókakosti safns.
8. Hún auðveldar gerð bókfræðilegra skráa frá safni, stofnun eða einstaklingi, gerð
söluskráa og bókalista frá útgefendum og bókaverzlunum, og fleira mætli auðvitað
nefna.
9. Flokkun verður beitt við fleira en bækur. Má þar t. d. nefna skjöl, myndir, hljóm-
plötur og fibnur.
Eg hygg, að flesdr bókaverðir verði sammála um, að flokkun ásamt skráningu
hljóti að vera þeir meginþættir, sem gera bókasafn hæfara til að gegna hlutverki sínu.
Helztu flokkunarkerfi, sem komið hafa fram á síðari hluta 19. aldar og á 20. öld,
eru þau, sem hér eru talin upp í tímaröð:
Decimal classification eftir Melvil Dewey. 1876.
Expansive classificadon eftir Charles A. Cutter. 1891-93.
Universal decimal classification. Upphafsmenn Poul Otlet og Henri LaFontaine.
1896 (útg. 1905).
Subject classification eftir James Duff Brown. 1906.
Colon classification eftir S. R. Ranganathan. 1933.
Bibliographical classification eftir Henry Evelyn Bliss. 1935.