Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 113
UM ÞJÓÐSKJALASAFN ÍSLANDS
113
Vík ég þá aS þróunarsögu safnsins. Fram undir síðustu aldamót var Landsskjala-
safniS allsérstæS stofnun sem safn. ÞaS hafSi engan safnvörS. Skjalasöfn æSstu
embætismanna innanlands: landshöfSingja, stiftsyfirvalda, amtmanns í suSur- og
vesturamti, biskups, landfógeta og hins opinbera endurskoSanda, — fengu meS áSur-
greindri auglýsingu landshöfSingj a hvert sitt herbergi eSa klefa í sameiginlegum húsa-
kynnum á dómkirkjuloftinu í Reykjavík, þar sem Landsbókasafn og Fornminjasafn
höfSu áSur veriS til húsa. Gömul skj öl frá embættum út um land fengu þar einnig eitt
herbergi sameiginlega. Sérhver hinna virSulegu embættismanna í Reykjavík varS
sjálfur aS sjá um sitt skjalasafn, en skjölin utan af landi voru falin forsjá landshöfS-
ingjaritara. Um opnun skjalasafnsins til almenningsnota gat aS sjálfsögSu ekki veriS
aS ræSa viS slíkar aSstæSur.
En undir aldamót varS á þessu breyting til bóta. ÁriS 1899 veitti Alþingi fé til þess
aS launa fastan skjalavörS viS safniS og til aS koma því fyrir í húsakynnum á efsta
lofti Alþingishússins, þar sem FornminjasafniS hafSi áSur veriS til húsa um skeiS,
en flutt burtu einmitt þaS ár í hiS nýreista Landsbankahús. I þessa nýju stöSu lands-
skjalavarSar var skipaSur 8. desemher 1899 frá 1. janúar 1900 dr. Jón Þorkelsson,
sem um áraskeiS hafSi unniS aS fræSistörfum úti í Kaupmannahöfn. Er alkunnugt,
hvílíkur afreksmaSur hann varS á sviSi íslenzkrar skj alavörzlu. HaustiS 1900 var
safniS opnaS almenningi í hinum nýju húsakynnum, en aSeins eina klukkustund
þrisvar í viku, og viS þaS sat nær áratug.
Húsakynnin í Alþingishúsinu voru þó engin framtíSarlausn á húsnæSismálum
safnsins. Hún fékkst ekki, fyrr en SafnahúsiS var reist viS Hverfisgötu á árunum
1906-1908, en vígt og opnaS almenningi 28. marz 1909. Fékk skjalasafniS nú marg-
falt húsrými, miSaS viS þaS, sem þaS hafSi áSur: um 2500 metra hillulengd í skj ala-
geymslum, lestrarsal meS 12 sætxrni og skrifstofu handa skjalaverSi. NægSi slíkt hús-
rými skjalasafninu um nokkra áratugi, án þess aS yfir þyrfti aS kvai ta.
Hinn 10. ágúst áriS 1900 setti landshöfSingi skjalasafninu allýtarlega reglugerS,
þar sem skjalasöfnum allra embættismanna og opinberra stofnana var gert aS skyldu
aS afhenda Landsskj alsafni öll skjöl sín og embættisbækur, sem eldri væru en 30 ára.
MeS nýrri reglugerS stj órnarráSsins 27. maí 1911 var ákveSiS, aS afhendingarskyld-
an skyldi taka til allra þeirra skjala og embættisbóka, sem eldri væru en 20 ára. Var
þaS ákvæSi endurtekiS í reglugerS um ÞjóSskjalasafn 13. janúar 1916, sem samin
var á grundvelli laganna frá 1915 og verSur aS teljast enn í gildi, því aS ný reglu-
gerS á grimdvelli laganna frá 1969 hefur enn ekki séS dagsins ljós.
Þó aS hinni ströngu afhendingarskyldu reglugerSar liafi aldrei veriS unnt aS fram-
fylgja út í æsar, óx skjalasafniS ört frá aldamótum. Til viSbótar þeim skjalasöfnum
æSstu embætta, sem geymd voru á dómkirkj uloftinu, tóku nú einnig aS berast skjöl
og embættisbækur í stórum stíl úr skjalasöfnum embættismanna út mn land, einkum
sýslumanna og sóknarpresta, sem margir hverjir höfSu undir höndum aldagamlar
embættisbækur: dómabækur, manntalsbækur og skiptabækur sýslumanna, prestþjón-
ustubækur, sóknarmanntöl og kirkjustóla presta og vísitatíubækur prófasta, svo aS
8