Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 127
MENNTUN BÓKAVARÐA
127
fjölgun í Háskólanum. Hefur þetta valdið nokkrum erfiðleikum, ekki sízt með tilliti
til verklegrar þjálfunar, en svo virðist sem nokkurt jafnvægi sé nú að komast á að-
sóknina, jafnframt því sem aðstaða til nemendavinnu hefur talsvert batnað. Orðið
hefur vart ótta við offjölgun í stéttinni, en þann ugg tel ég þó algerlega ástæðulausan.
Það skýrist, ef haft er í huga eftirfarandi:
Tillölulega fátt er af sérmenntuðu fólki við bókasafnsstörf hér, enda söfnin flest
úr hófi fáliðuð. Til dæmis hafa mjög fá söfn úti á landsbyggðinni sérmenntað fólk
í þjónustu sinni. Þetta hlýtur að breytast, eftir því sem þessum söfnum vex fiskur um
hrygg, m. a. með flutningi í bætt húsakynni. - Öll stærstu söfnin í höfuðborginni
hyggja á skipulagsbreytingar og nýbyggingar á komandi áratug. Þannig munu þeim
skapast stórbætt skilyrði til aukinna umsvifa og þjónustu, og mun þá verða þörf mjög
aukins og kunnandi starfsliðs, - Stjórnendur ýmiss konar stofnana gera sér þess nú
frekar grein en áður, að í óefni stefni um bókakost stofnananna og nýtingu hans,
nema kunnandi bókasafnsfólk sé ráðið til starfa. Samskráning bókakosts rannsóknar-
bókasafna hygg ég einnig, að muni verða til örvunar að þessu leyti, þar eð sem
flestar stofnanir vilji taka þátt í henni, þegar fram í sækir, en sú þátttaka kallar á
kunnáttusamleg vinnuhrögð við skráningu og aðra hirðingu safnanna. Þá má e. t. v.
gera sér einhverjar vonir um, að skólar muni þurfa á bókasafnsmenntuðu fólki að
halda.* Og með tilliti til efnis þessa erindis bæri mér sízt að gleyma því, að mikill
skortur er nú þegar á fólki, sem hefur tíma eða undirbúning til að annast kennslu bóka-
varðarefna. Framtíðarnauðsyn er því, að fleiri komi til starfa á þeim vettvangi.
Mér þykir því ólíklegt, að hér verði með réttu hægt að tala um offramleiðslu á
bókasafnsmenntuðu fólki næstu árin.
Eins og áður er getið, hafa fáeinir þeirra, sem lokið hafa B.A.-prófi hér með bóka-
safnsfræði sem hluta þess, farið utan til frekara náms í bókasafnsfræði, til meistara-
prófs eða hliðstæðra prófa. Hafa þeir þá orðið góðan undirbúning til að skipa efri
stöðurnar í bókasöfnunum. Hins vegar eru þær greinar næsta fáar hér við Háskól-
ann, sem hjóða upp á nám til kandídatsprófs að undangengnu B.A.-prófi. Mér virðist
því, að bókavarðarkennslan geti, eins og hún er skipulögð nú, séð söfnunum í fram-
tíðinni fyrir nægilegum fjölda bókavarða með B.A.-prófi, en skortur geti orðið á sér-
menntuðum bókavörðum með fullt embættispróf frá háskóla, en mikilvægt er, a. m. k.
þegar um stórt rannsóknarbókasafn er að ræða, að þangað geti valizt bókaverðir,
sem gagnmenntaðir eru í mismunandi fræðigreinum. Ég nefni t. d. lögfræði, við-
skiptafræði, félagsfræði, sálfræði og uppeldisfræði, náttúrufræði og síðast en ekki sízt
ýmsar greinar raunvísinda. Vilji söfnin fá slíkt fólk í sína þjónustu, má búast við,
að þau verði annað hvort að ráða það beint án nokkurrar sérmenntunar til bóka-
safnsstarfa og það verði síðan að þjálfast upp í starfinu sjálfu, eða það sem æskilegra
* I Frumvarpi til laga um grunnskóla, sem lagt var fyrir Alþingi snemma árs 1971, segir svo í 94.
gr.: „Bókasafn og lesstofa fyrir nemendur og kennara skal vera við grunnskóla. Menntamálaráðu-
neytið gefur út reglugerð um skólabókasöfn, þar sem kveðið er á um lágmarksstofn bóka, stærð
bókasafns miðað við nemendafjölda, starfsliff og notkun."