Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 194
194
STOFNUNARSÖFN HÁSKÓLA
Þeir, sem hlynntir eru dreifðri skráningu, halda því fram, að með henni sé hægara
að laga flokkun að sérstökum þörfum stofnunarsafna (16, s. 65-66; 28, s. 185-186).
Þeir gera því ráð fyrir, að stofnunarsafn kunni að gera sérstakar breytingar á flokk-
unarkerfi því, sem notað er í háskólabókasafninu, eða noti jafnvel annað kerfi. Um
réttmæti slíkra frávika í flokkun verður ekki dæmt hér, en aðeins bent á, að skráning
getur verið hnituð, þótt vikið sé frá flokkunarreglum í einstökum stofnunum. Sam-
skrá aðalsafns er þá höfundaskrá, en stofnunarsöfn gera efniskort eftir þörfum (24,
s. 294).
Ein helzta mótbára háskólakennara gegn hnitaðri bókaöflun og skráningu er sú, að
afgreiðslu bóka seinki með hnitun þessarar starfsemi. A þessu er ævinlega hætta.
Stórt safn tekur ekki eftir smávægilegum afgreiðslutöfum, en þær kunna að skipta
verulegu máli fyrir þann, sem stundar rannsóknir. Því verður safn, sem annast þessa
starfsemi, að sjá til þess, að vinnan gangi eins greiðlega og kostur er (sbr. 23, s. 47).
Um vandamál bókaöflunar almennt hefur M. A. Gelfand sagt eftirfarandi:
„Spurningin um hnitun eða dreifingu er ekki jafneinföld og virðast mætti. Hnituð
bókaöflun er fýsilegur kostur, en ekki er vert að taka hana upp, nema tryggja megi
starfseminni fullgilda skipulagningu, húsnæði, tækjabúnað og starfslið. Árangur hnit-
unar ætti að vera hraðari og kostnaðarminni þjónusta, og betur ætti að vera sinnt
bókaþörfum allra þeirra aðila háskólans, sem að líkindum ættu hlut að máli“ (7,
s. 144).
Víkjum loks að samskrá. Með samskrá er hér átt við heildarskrá um allar bækur
aðalsafns og stofnunarsafna eða heildarskrá, sem tekur til allra bóka í stofnunarsöfn-
um. Slík skrá er geysimikilvægur þáttur samstarfs. í hinni brezku nefndarskýrslu um
háskólahókasöfn er lögð áherzla á mikilvægi hennar, shr. s. 181-82 hér að framan.
Einnig bendir Wissenscliaftsrat í Þýzkalandi á nauðsyn samskrár í tillögum sínum til
úrbóta í þýzkum háskólabókasöfnum (sjá 21, s. 95). Er samskrá einkum nauðsynleg
sem viðmiðun í bókavali og hagkvæm leiðbeining notendum safns og þá nauðsynlegt
hjálpartæki í upplýsingadeild. Einnig er greinargóð samskrá forsenda ýmissar sam-
vinnu milli háskólabókasafns og annarra safna. Bent hefur verið á, að bezt sé að hefja
tengsl við einangruð stofnunarsöfn með samvinnu inn samskrá, enda þyrfti slík sam-
vinna í engu að skerða sjálfræði stofnana (19, s. 62).
9. SKIPTING BÓKAKOSTS MILLI AÐALSAFNS OG
STOFNUNARSAFNA
Hvernig skal skipta bókakostinum milli aðalsafns og stofnunarsafna? Um þetta er
ekki xmnt að selja ákveðnar reglur. Valið ákvarðast m. a. af umfangi og eðli náms
og rannsókna í hverri stofnun. Verða hér látnar nægja nokkrar athugasemdir um
þetta efni. í þeim er miðað við, að stofnunarsöfn séu framar öðru rannsóknarsöfn.
1 kerfi aðalsafns og stofnunarsafna skal að því stefnt, að stofnunarsöfnin séu virk.