Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 125
MENNTUN BÓKAVARÐA 125
Verður nú farið nokkrum orðum um þessi atriði, og mun ég fyrst gera stuttlega
grein fyrir tilhögun bókavarðarmenntunar í nokkrum öðrum löndum.
Bæði í Noregi og Danmörku eru sjálfstæðir bókavarðaskólar. Inntökuskilyrði er
stúdentspróf. Námstími er í Noregi þrjú ár, þar af eitt ár skylduvinna í bókasafni, en
í Danmörku fjögur ár, þar af eitt ár skylduvinna. Þessi námstími miðast einkum við
þá, sem gerast almennir bókaverðir í almenningsbókasöfnum eða skipa munu lægri
bókavarðarstöðurnar í rannsóknarbókasöfnum. Aðra námsskrá, sem gerir ráð fyrir
miklu styttri námstíma, hafa skólarnir fyrir fólk með háskólapróf, sem vill sérhæfa
sig til bókasafnsstarfa. Auk þess efna skólarnir til ýmissa styttri námskeiða. Báðir
þessir skólar eru umfangsmikil fyrirtæki, einkum hinn danski, og hefur hann vakið
athygli bókasafnsmanna víða um lönd.
Bókavarðarkennsla Finna er á vegum háskólans í Tampere (Tammerfors), sem
áður var viðskiptaháskóli. Bóklega námið tekur 2—4. ár, en skylduvinna sex mánuði.
Fyrir sænskumælandi Finna er nokkurn veginn hliðstæð kennsla við Finnsk-sænska
viðskiptaháskólann í Helsingfors. Skólarnir mennta fólk til starfa í almenningsbóka-
söfnum aðallega, en einnig fyrir hinar lægri bókavarðarstöður í rannsóknarbóka-
söfnum. Annars mennta mörg finnsk rannsóknarbókasöfn sjálf sitt starfsfólk og setja
upp próf. Félag finnskra rannsóknarbókavarða leitar nú ráða til að samræma mennt-
un rannsóknarbókavarða. Fyrir æðri stöðurnar bæði í abnennings- cg rannsóknar-
bókasöfnum er krafizt háskólaprófs, auk sérmenntunar.
Til inngöngu í Sænska bókavarðaskólann er krafizt - ekki aðeins stúdentsprófs -
heldur einnig háskólaprófs, og verða þeir, sem hefja þar nám, að hafa unnið áður í
bókasafni a. m. k. sex mánuði og tekið þátt í fimm mánaða bréfanámskeiði. Skólinn
menntar aðallega fólk fyrir almenningsbókasöfnin, en auk þess stendur almennings-
bókasafn Stokkhólmsborgar fyrir námskeiðum fyrir sitt starfsfólk. Bókaverðir rann-
sóknarbókasafna hafa yfirleitt fengið sína sérmenntun og þjálfun í söfnunum sjálfum.
Þótt ótrúlegt sé, standa Svíar í mörgu að baki nágrannaþjóðunum, að því er varðar
skipulag bókavarðarmenntunar. Þetta er þeim sjálfum vel ljóst, og vinna þeir nú að
endurskoðun þessara mála bjá sér.
Bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa bókavarðafélögin, sem hvort um sig eru
voldugir aðilar, lengi haft hönd í bagga með menntun bókavarða, en þó lengst af
hvort með sínum hætti. í Bandaríkjunum hefur bókasafnsfræði áratugum saman
verið kennd við fjölmarga háskóla, en bókavarðafélagið fylgist með gæðum kennsl-
unnar og viðurkennir aðeins próf frá þeim skólum, sem standast kröfur félagsins.
Þessir háskólar eru nú milli þrjátíu og fjörutíu. En auk þeirra halda ýmiss konar
menntastofnanir, sem flestar standa neðan við háskólastigið, uppi kennslu í bóka-
safnsfræði. Þessar stofnanir eru um 400 talsins.
I Bretlandi hefur tilhögunin lengst af verið sú, að bókavarðafélagið hefur sett upp
námsskrá og próf, sem bókavarðaskólar urðu að lúta, en mest var námið raunar
stundað jafnframt vinnu í bókasöfnum, en námskeið sótt á vegum félagsins. Þeir, sem
þessum prófum luku, voru af félaginu viðurkenndir sem sérmenntaðir bókaverðir.