Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 186
186
STOFNUNARSÖFN HÁSKÓLA
verkaskipling milli þeirra m. a. vegna hinnar öru fjölgunar stúdenta. Konungsbók-
hlaða hefur í æ ríkara mæli tekið að sér hinar sérfræðilegu kröfur rannsókna, en 1.
deild annast fremur hið almenna kennsluefni. Jafnframt hefur Konungsbókhlaða tekið
að sér hlutverk „aðalsafns“ fyrir stofnunarsöfn í hugvísindagreinum, enda sinna þau
fyrst og fremst þörfum rannsókna. Þau eru að meginreglu vistsöfn (d. ‘præsensbiblio-
teker’) og allsjálfstæð í eðli. Lúta þau yfirvöldum háskólans og hafa eigin fjárráð.
Tillögur um bókakaup koma frá háskólakennurum, og sjálf bókaöflunin fer fram í
hverri stofnun. Aðeins stærstu stofnunarsöfnin hafa sérmenntaða bókaverði (5, s. 42-
43; 9, s. 20-21).
Eins og fyrr var minnzt á, var gert samkomulag árið 1960 milli háskólans í Höfn
og Konungsbókhlöðu um samvinnu hókasafna. Tók samkomulagið annars vegar til
stofnunarsafna í guðfræðideild, stjórnvísindadeild og heimspekideild Hafnarháskóla
og hins vegar til Konungsbókhlöðu. J samningnum var gert ráð fyrir samvinnu þess-
ara aðila, og skyldi stofnanaþjónusta Konungsbókhlöðu sjá um hana. Verða nú nefnd
helztu atriði, sem samningurinn tók til.
Lán. Konungsbókhlaða lánar stofnunum sérfræðileg rit til lengri tíma en tíðkast um
útlán. Er hér um að ræða lán til viðræðuæfinga eða langtimalán (d. ‘depotlán’).
Konungsbókhlaða sér um að flytja pantaðar bækur til stofnana. Þessi lán eru þó háð
ákveðnum takmörkunum.
Um þær bækur stofnana og tímarit, sem eru ekki til í öðrum opinberum dönskum
söfnum, gildir sú ákvörðun, að stofnanir láni út slíkar bækur gegnum Konungsbók-
hlöðu eða leyfi afnot þeirra á stofnun. Undanskildar eru þó sjaldgæfar bækur eða þær
bækur, sem nauðsynlegt er að hafa við höndina í daglegri vinnu á stofnun.
Tœknileg þjónusta. Konungsbókhlaða veitir stofnunum hjálp og leiðbeiningar í öll-
um safntæknilegum efnum, þ. e. skráningu, innréttingu húsakynna o. þ. u. 1. Sér stofn-
anaþjónusta um þetta. Hún leiðbeinir um gerð spj aldskrárkorta, margfaldar þau eða
tekur alveg að sér skráningu. Konungsbókhlaða lætur stofnun í té spjaldskrárkort
um nýjar bækur safnsins, þegar þær varða fræðigrein hlutaðeigandi stofnunar. í stað-
inn fær Konungsbókhlaða frá stofnunum spj aldskrárkort um erlendan safnauka þeirra.
Bókaöflun og bókaval. Stofnanaþjónustan hefur það verkefni að koma á samvinnu
um bókakaup milli stofnana og sérfræðinga Konungsbókldöðu. Þegar svo vill til, að
stofnanir hyggjast kaupa eitthvert rit og ákvörðun þess efnis getur verið undir því
komin, hvort Konungsbókhlaða hefur keypt ritið eða hyggst kaupa það, er stofnun
skylt að spyrjast fyrir um ritið. Þessi skylda gildir sérstaklega um kaup á fágætum eða
dýrum verkum. Þessar ákvarðanir fela ekki í sér neina skerðingu á rétti forstöðu-
manns stofnunar til þess að ákvarða bókaöflun til stofnunarsafns. Samvinna þessi inn
bókakaup tekur aðeins til erlendra bóka.
Gamlar bœkur og gjafir. Áður en stofnanir losa sig við gamlar eða lítið notaðar
bækur eða ráðstafa gjöfum, sem eru utan við sérsvið stofnunarsafns, skal Konungs-
bókhlaða eiga þess kost að eignast þau verk, sem henni væri akkur í. (Heimild: 1)