Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 137
ÍSLENZK RANNSÓKNARBÓKASÖFN
137
Nú verður vikið' stuttlega að þjóðbókasafnshlutverki Landsbókasafns fram yfir það,
sem þegar hefur verið talið.
I 2. grein laga um Landsbókasafn segir svo m. a.: Hlutverk Landsbókasafns er 1.
að annast söfnun og varðveizlu íslenzkra rita og rita, er varða ísland eða íslenzk
efni, fornra og nýrra, prentaðra og óprentaðra.
í 3. grein er svo vikið nánara að söfnun prentaðs efnis, þar sem segir m. a.: Lands-
bókasafn skal þaulsafna prentuðu efni íslenzku eða því, sem Island og íslenzk mál-
efni varðar, á hverri tungu sem er. Sé enginn kostur frumrita, skulu fengnar af þeim
filmur eða annars konar myndir, eftir því sem auðið er. —
Þó að lög séu í landi um það, að prentsmiðjum og öðrum fyrirtækjum, er marg-
falda prentað eða ritað mál, sé skylt að láta Landsbókasafni í té ókeypis af framleiðslu
sinni svo og svo mörg eintök hvers rits, vitum vér af langri reynslu, að stöðugt verður
að vaka yfir því, að staðin séu full skil á öllu prentuðu efni.
Landsbókasafnið sér síðan um dreifingu prentskilaeintaka til innlendra og erlendra
safna, og er þeim eintökum, er úr landi fara, varið til bókaskipta, svo sem lögin um
afhending skyldueintaka frá 1949 gera ráð fyrir. Um öflun rita, er varða ísland eða
íslenzk efni og prentuð eru á vegum erlendra aðila víða um lönd, er allt örðugra.
Ritin eru e. t. v. uppseld, þegar til þeirra á að taka, eða vér fáum alls ekki vitneskju
um þau. Hér þarf samvinna þjóðbókasafna að koma til í ríkari mæli en verið hefur
fram að þessu.
í 4. grein laga um Landsbókasafn segir svo: Landsbókasafn varðveitir handritasöfn
þau, er það hefur viðað að sér frá öndverðu, en skal jafnframt vinna að söfnun ís-
lenzkra handrita og erlendra handrita, er varða íslenzk efni, og greiða fyrir rannsókn
þeirra og útgáfu.
Það skal vinna að öflun mynda af íslenzkum handritum, ef frumrit eru ekki fáan-
leg. Landsbókasafnið og Handritastofnun íslands skulu hafa samráð um þetta síÖasta
atriði, skipta þar með sér verkum, svo að ekki komi til tvíverknaöar.
Grímur Helgason, forstöðumaður handritadeildar Landsbókasafns, mun síðar í
dag flytja sérstakt erindi um deildina, svo að ég mun ekki fara mörgum orðum um
hana. Handritasafn Landsbókasafns er einn allra mesti fjársjóður, er safnið varöveitir,
og við það hefur lengi verið lögð mikil rækt, svo sem hinar prentuðu skrár um það
sanna.
Söfnun handrita, skráning þeirra og umbúnaður auk samningar ýmissa hjálpar-
gagna, svo sem kvæðaskrár, bréfaskrár o. s. frv., eru allt verkefni handritadeildar
safns. Rannsókn handritanna, úrvinnsla og útgáfa þeirra eru hins vegar viöfangsefni
einstaklinga og stofnana, er safniö veitir alla nauðsynlega þjónustu, og tíðkast þá
víða, að sérstakar rannsóknarstofnanir séu undir sama þaki og þj óðbókasafnið, til
þess að þær hafi sem greiðastan aögang að handritum og hókiun og hvers konar hjálp-
argögnum safnsins.
Forstöðumenn þjóðbókasafna í Evrópu héldu ráðstefnu í Vínarborg haustið 1958