Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 195
STOFNUNARSÖFN HÁSKÓLA
195
Það merkir, að bókakostur þeirra samsvari þörfum náms og rannsókna, sem fram
fara í stofnuninni. Gert er ráð fyrir því, að safnið sé úrval bóka og það úrval sé stöð-
ugt endurskoðað. Þær bækur, sem lítt eru notaðar, eru settar til hliðar, en aðgangur
að þeim verður að vera greiður. Liggur beinast við, að aðalsafn geymi sbkar bækur
(6, s. 63-64; 11, s. 120). Einnig er talið eðlilegt, að þær bækur, sem sameiginlegar
eru tveimur eða fleiri stofnunarsöfnum, séu varðveittar í aðalsafni (sbr. 23, s. 49).
Auk þess sem stofnunarsöfnin þjóna rannsóknum sinna þau jafnframt stúdentum í
æðra námi. Er þá litið á það sem viðfangsefni aðalsafns að fullnægja bókaþörf ann-
arra stúdenta. Aðalsafn ætti því að sjá um kennslubókasafn. í sliku safni eru nokkur
eintök ýmissa kennslubóka, sem notaðar eru á fyrstu stigum náms. Þetta eru því bækur
um grundvallaratriði fræðigreina, og þurfa tíðum margir stúdentar að lesa sömu
bókina samtímis. Slíkum söfnum er oftast komið á fót í sérstökum lestrarsölum.
Erfitt er að kveða á um æskilega stærð stofnunarsafna. Norsk heimild hefur gizkað
á 15 þúsund bindi sem hámark, en tekur fram, að yfirleitt ættu söfnin að vera minni
(6, s. 63). Um stærðina ráða kringumstæður miklu. Þeir þættir, sem m. a. ráða lienni,
hafa verið taldir þessir:
1. Fjarlægð aðalsafns frá húsi háskóladeildar.
2. Onnur söfn og þjónusta í húsi háskóladeildar.
3. Tegund fræðigreinar (bókaþörf hennar).
4. Fjöldi kennara og nemenda.
5. Forgangsþörf. Með henni er átt við þær bækur, sem eru algjörlega nauðsynlegar
fyrir starfsemi stofnunar (6, s. 63).
Nauðsyn ber til þess, að háskólabókasafn geti komið upp ýtarlegum bókasöfnum í
þeim fræðigreinum, sem stundaðar eru í háskólanum. Það kostar mikið fé, en kostn-
aðinn verður að miða við það, hversu dýrt getur verið, að vísindamenn eyði tíma
og orku í leit að efni í öðrum bókasöfnum. Þó er eðlilegt, eins og fyrr segir, að vís-
indamenn leiti að ákveðnu marki til annarra safna (21, s. 50).
Þeir, sem takmarka vilja útbreiðslu stofnunarsafna, eru þeirrar skoðunar, að þau
eigi að vera lítil og ættu aðeins að varðveita aukaeintök bóka (sjá t. d. 21, gr. 393,
s. 102-103). í álitsgerð frá Félagi háskólakennara í Bretlandi (Association of Uni-
versity Teachers) til hinnar brezku bókasafnanefndar segir svo m. a. um stofnunar-
söfn:
„En slík undirsöfn þurfa að vera vandlega samtengd meginbókakostiniun, sem ætti
að vera eins fullkominn og tök eru á; þau ættu að vera takmörkuð við mikilvæg upp-
sláttarrit og mörg eintök kennslubóka, sem settar eru fyrir í náminu“ (21, gr. 389,
s. 102). Tillögur hinnar brezku bókasafnanefndar um stofnunarsöfn styðjast við þessa
álitsgerð. Hefur verið gerð grein fyrir þeim fyrr, en ég leyfi mér að árétta það, sem
þar segir um aukaeintök bóka. Meginreglan er sú, að stofnunarsöfnin skuli einungis
varðveita aukaeintök, en eftirtektarvert er, við hvaða aðstæður virðist heimilt að
bregða út af henni. Það gerist, 1) þegar safnið er nógu stórt til þess að réttmætt sé