Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 155
UM FLOKKUN BÓKA
155
506 Félag eða ráðstefna á sviði raunvísinda.
650.7 Nám í viðskiptafræði.
908 Safnrit í sagnfræði.
639.09 Saga útgerðar.
Stöku sinnum er vikið frá venjulegri notkun formgreinar, en þá er þess getið í kerf-
inu, t. d. 340.6 réttarlæknisfræði (ekki félag eða þing lögfræðinga, sem þá fengi mark-
töluna 340.06).
Eins og ég hef áður drepið á, taldi Dewey efnisforðaskrána mikilsverða nýjung.
Það er vissulega rétt, að efnisorðaskráin auðveldar mjög notkun kerfisins og er mjög
handhægur lykill að því. Enska nafnið (Relative index) ber með sér, að hann á að
sýna afstöðu eins viðfangsefnis til annars eða annarra. Enski bókavörðurinn, James
Duff Brown, hefur réttilega bent á, að ekki væri unnt að gera slíkan „index“ tæmandi.
í þessu felst mikill sannleikur. Við skulum t. d. hugsa okkur orðið maður. Það væri
sjálfsagt imnt að telja upp afstæð efnisorð á mörgum blaðsíðum, því að mannleg
afskipti eru svo viðtæk. Hér verður vissulega að fara einhvern meðalveg. Sjálfur er
ég á þeirri skoðun, að efnisorðaskrá 17. útgáfu Dewey-kerfisins gæti verið styttri,
en þeir, sem vinna við mjög stór söfn, yrðu sennilega ekki sammála. I þessari bók
er reynt að taka þau efnisorð, sem koma fyrir í sjálfum töflunum, auk annarra, sem
eru í sýnilegum tengslum við ýmis viðfangsefni.
Hér skulu tekin nokkur dæmi úr efnisorðaskránni.
Vísað í eina marktölu: Vísað í margar marktölur Afstaða eins efnisorðs
Argentína, saga 982 innan sömu greinar. sýnd til annarra efnisorða:
Bókasöfn 027 Bækur
Vísað í tvær marktölur: byggingar 022 band 655.7
Blindir flokkun 025 lestur 028
kennsla 371.9 háskólasöfn 027.7 menningaráhrif 002
velferðarmál 362.4 skipulag 021 prentun 655.3
Blindraletur 371.9 skrásetning 025 útgáfa 655.5
prentun 655.3 starfslið 023 vögguprent 093
tæknibókasöfn 026
útlán 026
þjóðbókasöfn 027.5
Að lokum skal minnt á þá ágætu reglu, að nauðsynlegt er að athuga vel töflur,
áður en ákveðin er marktala bókar, þegar um fleiri en eina kann að vera að ræða.
Það eru vinsamleg tilmæli okkar, sem tekið höfum saman þessa handbók, að notendur
kynni sér vel inngang bókarinnar, áður en þeir fara að flokka. í lok inngangs eru
gefnar allýtarlegar reglur um flokkun, en hér ætla ég einungis að leggja áherzlu á
fjórar eftirfarandi: