Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 112
112
UM ÞJÓÐSKJALASAFN ÍSLANDS
en eru raunar alllof rýr að vöxtum til þess að halda sem sérstöku safni. Þá koma bréf
frá æðstu stjórnarvöldum í þessari röð: konungsbréf, kansellíbréf, rentukammerbréf
(þar í generaltollkammerbréf á tímabilinu 1771-1781, en undir þá stjórnardeild
heyrðu Islandsmál þau árin í stað rentukammers bæði fyrir og eftir). Þá koma bréf
stjórnardeildar kirkjumála (eða kirkjuinspectionskollegísins), bréf Ludvigs Harboes
kirkjutilsjónarmanns 1742-1746 og þá bréf ýmissa stjórnardeilda. Síðan koma bréf
þeirra félaga Odds Sigurðssonar og Páls Beyers á umboðsmannaárum þeirra 1707-
1718 og þá skjöl í þessari röð: bréf Skálholtsbiskups, Hólabiskups, amtmanns yfir
landi öllu, en það embætti stendur frá 1688-1770, amtmanns í norður- og austuramti
frá 1770, vesturamtsbréf frá 1787, bréf Meldals, sem var sérstakur amtmaður í suður-
amti 1790-1791, bæði bréf hans til stiftamlmanns og innkomin bréf til hans. Um stað-
setningu þessara innkomnu bréfa til Meldals samkvæmt upprunareglu má að vísu
deila, en ekki þótti taka því að búa til sérstakt safn um hann, svo fyrirferðarlítill sem
liann er á þessum stutta embættisferli sínum. Þá koma landfógetabréf, lögmanna-
bréf, bréf alþingisskrifara og ýmsar samþykktir gerðar á Alþingi og bænaskrár,
og síðan bréf frá landlækni. Þá koma bréf úr sýslum landsins, mikið safn, hverri sýslu
haldið út af fyrir sig. I hverja öskju er þannig raðað, að fyrst koma bréf frá sýslu-
manni, síðan bréf innlendra sýslubúa og síðast bréf kaupmanna, ef lil eru. Hverjum
þætti um sig er raðað í tímaröð eins og alls staðar ella.
Það, sem eftir er af bréfum til stiftamtmanns, er öllu sundurleitara en það, sem á
undan er komið, og skal það nú rakið lauslega:
Bréf Odds lögmanns Sigurðssonar á árunum 1707-1717.
Bréf Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar
og ýmis erindisbréf.
Bréf ýmissa íslendinga í Kaupmannahöfn og bréf frá landmælingamönnunum
Magnúsi Arasyni og T. H. Knopf. Þá koma bréf ýmissa erlendra inanna. Síðan eru
bréf varðandi Innréttingarnar í Reykj avík, skj öl og skýrslur umfjárkláðannfyrri,skjöl
um Viðey og Viðeyjarstofu og um byggingar á Bessastöðum. Þá koma skjöl frá lands-
nefndinni fyrri 1770-1771, skjöl um póstmál og póstsamgöngur í lok 18. aldar, skjöl
um Skálholtsstól og sölu Skálholtsjarða 1774-1798, bréf um Hólavallaskóla, mn bygg-
ingu Reykj avíkurdómkirkj u, um sölu konungsverzlunareigna. Þá koma farmskrár og
skipaskrár 1788-1803, skjöl um veð og ábyrgðir embættismanna fyrir opinberum
gjöldum á 18. öld, skjöl um dánarbú Bjarna landlæknis Pálssonar. Þá kemur allmikil
skjalasyrpa um frumvarp að nýrri lögbók eða hið svonefnda lagaverk á 18. öld, þá
dómsskjöl yfirréttar á Alþingi og síðan ýmis skjöl um dómsmál, skjöl um jarðamatið
1801-1803, um Gufunesspítala 1780-1787. Þá kemur mikil skjaladyngja um tugthúsið
á Arnarhóli. Síðast íslenzkra skjala eru gögn um Thorcillisjóð. Loks reka svo lestina
nokkur skjöl, sem varða Færeyjar, og væri vafalaust réttast að skila þeim þangað.
Alls er stiftamtmannssafn fyrir 1803 um það bil 40 bækur og 252 skjalaöskjur.
Þetta, sem nú hefur verið rakið, er hugsað sem sýnishorn þess, hvernig skjölum
er raðað í Þjóðskjalasafni, þegar enga bréfadagbók er við að styðjast.