Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 164
164
SKRÁNINGARREGLUR BÓKASAFNA
stefnu um skráningarmál í aðalslöðvum UNESCO í París. Ráðstefna þessi var hin
umfangsmesta, sem lil þess tíma hafði verið haldin um bókasafnsstörf. Hana sátu
105 fulltrúar 53 þjóða og 12 alþjóðastofnana auk 96 áheyrnarfulltrúa. Ráðstefnunni
var ekki ætlað að fjalla um skráningarreglur í einstökum atriðum, heldur reyna að
ná samkomulagi um grundvallaratriði varðandi val og meðferð höfuðs. Ráðstefnan
var sérlega vel undirbúin, bæði á ársfundum IFLA og sérstökum alþjóðafundi í
London 1959. Tillögur, sem ráðstefnan fékk til meðferðar, voru áður ræddar í ein-
stökum löndum; m. a. fjölluðu Norðurlandafulltrúar um þær sameiginlega á sérstök-
um undirbúningsfundi í Kaupmannahöfn. Á Parísarráðstefnunni voru samþykktar
skýrar frumreglur um hlutverk og gerð spjaldskrár og um val og meðferð höfuðs í
skrá. Ráðstefnan gerði raunar einnig samþykktir um áframhaldandi starf að sam-
ræmingu annarra þátta skráningar og um gerð ýmissa hjálpargagna við skráningar-
störf. Frumreglurnar inn val og meðferð höfuðs bera mjög einkenni ensk-ameríska
skólans, og hugmyndir og tillögur Lubetzkys eru taldar hafa haft þar mikil áhrif.
Parísarráðstefnan 1961 er megináfangi í alþjóðlegri viðleitni til samræmingar
skráningarhátta. Frumreglurnar hafa verið kynntar víða um lönd og hafa haft mikil
áhrif á samningu og endurskoðun skráningarreglna.1 Mest er um það vert, að í Þýzka-
landi og þeim Mið-Evrópulöndum, þar sem prússnesku reglurnar hafa verið notaðar,
hefur verið ákveðið að hverfa frá þeim í meginatriðum og nú er unnið að endur-
skoðun þeirra og hreytingu til samræmis við frumreglur Parísarráðstefnunnar. Það
átak, sem hafið er með þessu, er mikilvæg staðfesting á gildi Parísarreglnanna. I öðru
lagi hafa samþykktir Parísarráðstefnunnar orðið til þess, að ÍFLA hefur þegar gefið
út nokkur þarfleg hjálparrit við skráningarstörf, ýmist drög eða fullbúnar útgáfur,
svo sem rit um nafnvenjur ýmissa þjóða,2 skrá um viðurkenndar nafnmyndir ríkja,
sem orðið geta höfuð í skráningu,3 og skrá um samræmda tilla óhöfundargreindra
klassískra rita.4 í þriðja lagi hefur svo árangur Parísarráðstefnunnar orðið hvatning
til þess, að unnið yrði að frekari samræmingu skráningarreglna. Má þá m. a. geta
þess, að sumarið 1969 var haldinn í Kaupmannahöfn fundur sérfræðinga til undir-
búnings því, að settar yrðu alþjóðlegar frumreglur um bókarlýsingu,5 og hafa þegar
verið samin fyrstu drög að tillögum um þær.
1 A. H. Chaplin: Cataloguing principles. Five years after the Paris conference. - Unesco hulletin
for libraries 21 (1967) 140-45, 149.
2 A. H. Chaplin: Names of persons. National usages for entry in catalogues. London 1967.
3 Suzanne Honoré: International list of approved forms for catalogue entries for the names of
states. Provisional ed. Paris 1964. (Endurskoðuð útg. væntanleg 1971.)
4 Roger Pierrot: International list of uniform headings for anonymous classics. Provisional ed.
Paris 1964. (Endurskoðuð útg. væntanleg 1971.)
5 A. II. Chaplin: IFLA International meeting of cataloguing experts, Copenhagen, 1969. - Library
resources and technical services 14 (1970) 292-96.
Heinz Höhne: IFLA. International meeting of cataloguing experts (IMCE) vom 22.-24. 8. 1969 in
Kopenhagen. Beratungen zur Koordinierung und Weiterfiihrung der 1961 in Paris begonnenen
Arbeit. - Zentralblatt fiir Bibliothekswesen 84 (1970) 18-32.