Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 119
UM ÞJÓÐSKJALASAFN ÍSLANDS
119
Starf skjalavarða er í því fólgið að búa svo um hnúta eða gera ráðstafanir til,
að hlutaðeigandi embætti hafi séð svo um við afhendingu, að hvert skjal sé sem auð-
fundnast. Þetta er mikið starf og krefst mikils starfsliðs og mikillar árvekni. Þjóð-
skjalasafnið hefur frá upphafi verið vanbúið að starfskröftum. Starfsliðið er enn allt-
of fámennt, þó að safnið hafi nú fleiri starfsmönnum á að skipa en nokkurn tima áður.
En enn rekum við okkur á húsnæðisvandræðin. Það er erfitt að fjölga starfsfólki,
nema aukið húsrými komi til. Allt ber sem sé að sama brunni um starfsemi Þjóðskjala-
safns: Alltaf blasir við sami vandinn. Húsnæðisskortur stendur starfsemi safnsins
stórlega fyrir þrifum. Þetta má þó ekki verða afsökun fyrir athafnaleysi af safnsins
hálfu. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður er alltaf verið að hlynna að því, sem þegar hefur
borizt til safnsins, og verkefnin eru þar óþrjótandi. En við verðum að vona, að
ekki líði á löngu, þangað til hagur þess vænkast og því verða búin betri vaxtar-
skilyrði.
Fram til ársins 1948 var ekkert opinbert skjalasafn til í landinu nema Þjóðskjala-
safnið. En með lögum um héraðsskjalasöfn 12. febrúar 1947 er sýslunefndum og
bæjarstjórnum heimilað að setja á stofn héraðs- og/eða bæjarskjalasöfn. Reglugerð
á grundvelli þessara laga var gefin út 5. maí 1951. Heimilt er að koma á fót sameigin-
legu héraðsskjalasafni fyrir fleiri en eina sýslu eða kaupstað. Þar sem héraðs- og/eða
bæjarskjalasöfn eru, eiga þau rétt á að fá til varðveizlu skjalasöfn bæjarstjórna, sýslu-
nefnda og hreppsnefnda, einnig skjalasöfn hreppstjóra, undir- og yfirskattanefnda,
sáttanefnda og annarra nefnda, starfsmanna og stofnana, sem hafa afmarkað starfs-
svið og starfa eingöngu innan þeirrar sýslu eða þess kaupstaðar, sem safnið tekur til,
ennfremur skjöl þeirra félaga, sem njóta styrks af opinberu fé og starfa eingöngu
innan sömu endimarka. Má þar sem dæmi nefna skjalasöfn búnaðarfélaga og sam-
banda, sjúkrasamlaga, barnaverndarnefnda, ungmenna- og íþróttafélaga, lestrarfélaga,
sem og allra nefnda, sem skipaðar eru af bæjarstjórnum, sýslunefndum, hreppsnefnd-
um og sóknarnefndum. 011 héraðs- eða bæjarskjalasöfn standa undir yfirumsjón þjóð-
skjalavarðar.
Elzta héraðsskjalasafn er Borgarskjalasafn Reykjavíkur, stofnað 1948 og í upphafi
nefnt Bæjarskjalasafn Reykjavíkur. Eins og að líkum lætur, er það langmest að vöxt-
um allra héraðsskjalasafna. Það er til húsa að Skúlatúni 2, en hefur auk þess miklar
skj alageymslur að Korpúlfsstöðum í Mosfellssveit.
Næstelzt er héraðsskj alasafn Skagafjarðarsýslu, stofnað 1951, með starfsemi sína
á Sauðárkróki. Arið 1952 var stofnað sameiginlegt skjalasafn ísafjarðarkaupstaðar
og beggja Isafjarðarsýslna, og er það safn á ísafirði. Á Húsavík er Héraðsskj ala-
safn Suður-Þingeyjarsýslu, stofnað 1958. Árið 1961 var stofnað Héraðsskjalasafn
Borgarfjarðar- og Mýrasýslu, en ekki er Akraneskaupstaður aðili að því, og safnið
er staðsett í Borgarnesi. í árslok 1966 var stofnað skjalasafn fyrir Austur-Húnavatns-
sýslu á Blönduósi, en skjalasafn fyrir Vestur-Húnavatnssýslu, á Hvammstanga, var
formlega stofnað í árslok 1969. Á miðju ári 1969 var stofnað Héraðsskjalasafn Akur-
eyrar og Eyjafjarðarsýslu, vitanlega á Akureyri. Það mál átti sér talsverðan aðdrag-