Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Side 119

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Side 119
UM ÞJÓÐSKJALASAFN ÍSLANDS 119 Starf skjalavarða er í því fólgið að búa svo um hnúta eða gera ráðstafanir til, að hlutaðeigandi embætti hafi séð svo um við afhendingu, að hvert skjal sé sem auð- fundnast. Þetta er mikið starf og krefst mikils starfsliðs og mikillar árvekni. Þjóð- skjalasafnið hefur frá upphafi verið vanbúið að starfskröftum. Starfsliðið er enn allt- of fámennt, þó að safnið hafi nú fleiri starfsmönnum á að skipa en nokkurn tima áður. En enn rekum við okkur á húsnæðisvandræðin. Það er erfitt að fjölga starfsfólki, nema aukið húsrými komi til. Allt ber sem sé að sama brunni um starfsemi Þjóðskjala- safns: Alltaf blasir við sami vandinn. Húsnæðisskortur stendur starfsemi safnsins stórlega fyrir þrifum. Þetta má þó ekki verða afsökun fyrir athafnaleysi af safnsins hálfu. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður er alltaf verið að hlynna að því, sem þegar hefur borizt til safnsins, og verkefnin eru þar óþrjótandi. En við verðum að vona, að ekki líði á löngu, þangað til hagur þess vænkast og því verða búin betri vaxtar- skilyrði. Fram til ársins 1948 var ekkert opinbert skjalasafn til í landinu nema Þjóðskjala- safnið. En með lögum um héraðsskjalasöfn 12. febrúar 1947 er sýslunefndum og bæjarstjórnum heimilað að setja á stofn héraðs- og/eða bæjarskjalasöfn. Reglugerð á grundvelli þessara laga var gefin út 5. maí 1951. Heimilt er að koma á fót sameigin- legu héraðsskjalasafni fyrir fleiri en eina sýslu eða kaupstað. Þar sem héraðs- og/eða bæjarskjalasöfn eru, eiga þau rétt á að fá til varðveizlu skjalasöfn bæjarstjórna, sýslu- nefnda og hreppsnefnda, einnig skjalasöfn hreppstjóra, undir- og yfirskattanefnda, sáttanefnda og annarra nefnda, starfsmanna og stofnana, sem hafa afmarkað starfs- svið og starfa eingöngu innan þeirrar sýslu eða þess kaupstaðar, sem safnið tekur til, ennfremur skjöl þeirra félaga, sem njóta styrks af opinberu fé og starfa eingöngu innan sömu endimarka. Má þar sem dæmi nefna skjalasöfn búnaðarfélaga og sam- banda, sjúkrasamlaga, barnaverndarnefnda, ungmenna- og íþróttafélaga, lestrarfélaga, sem og allra nefnda, sem skipaðar eru af bæjarstjórnum, sýslunefndum, hreppsnefnd- um og sóknarnefndum. 011 héraðs- eða bæjarskjalasöfn standa undir yfirumsjón þjóð- skjalavarðar. Elzta héraðsskjalasafn er Borgarskjalasafn Reykjavíkur, stofnað 1948 og í upphafi nefnt Bæjarskjalasafn Reykjavíkur. Eins og að líkum lætur, er það langmest að vöxt- um allra héraðsskjalasafna. Það er til húsa að Skúlatúni 2, en hefur auk þess miklar skj alageymslur að Korpúlfsstöðum í Mosfellssveit. Næstelzt er héraðsskj alasafn Skagafjarðarsýslu, stofnað 1951, með starfsemi sína á Sauðárkróki. Arið 1952 var stofnað sameiginlegt skjalasafn ísafjarðarkaupstaðar og beggja Isafjarðarsýslna, og er það safn á ísafirði. Á Húsavík er Héraðsskj ala- safn Suður-Þingeyjarsýslu, stofnað 1958. Árið 1961 var stofnað Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar- og Mýrasýslu, en ekki er Akraneskaupstaður aðili að því, og safnið er staðsett í Borgarnesi. í árslok 1966 var stofnað skjalasafn fyrir Austur-Húnavatns- sýslu á Blönduósi, en skjalasafn fyrir Vestur-Húnavatnssýslu, á Hvammstanga, var formlega stofnað í árslok 1969. Á miðju ári 1969 var stofnað Héraðsskjalasafn Akur- eyrar og Eyjafjarðarsýslu, vitanlega á Akureyri. Það mál átti sér talsverðan aðdrag-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.