Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 193
STOFNUNARSÖFNHÁSKÓLA
193
anaþjónusta veitir ráð og upplýsingar. Bókaöflun við Uppsalaháskóla er dreifð, en
stofnunarsöfnin senda stofnanaþjónustu afrit af pöntunarseðlum. Eru þessi afrit
geymd í samskrá, unz spjaldskrárkort berast (5, s. 36-37).
Verður þá drepið á háskólabókasöfn í Finnlandi. I Tammerfors er skráning hnituð,
en bókaöflun fer aðeins að sumu leyti um aðalsafn (5, s. 33).
I Uleáborg var bókaöflun upphaflega hnituð í aðalsafni, en síðan hefur hún dreifzt
m. a. vegna þess, að framkvæmd hennar þótti of hæg. Sumar stofnanir senda aðalsafni
bækur sínar lil skráningar, aðrar senda þangað stensla að spjaldskrárkortum. Enn
aðrar senda fullgerð spjaldskrárkort, en sumar stofnanir láta ekkert uppi um bóka-
kaup. Af þessum sökum er samskrá ekki fullgild (5, s. 34-35).
í Jyvaskylii fer bókaöflun ýmist fram við einstakar stofnanir eða um stofnana-
þjónustu (Laitoskirjastokeskus). Þegar hún fer um stofnanaþjónustu, er ævinlega að-
gætt í skrám, hvort verkið sé þegar fyrir í safninu. En annist stofnun sjálf bókapant-
anir, er stofnanaþjónustu sent afrit pöntunarseðils. Þannig er einnig í þessu tilviki
kostur á að ná yfirsýn um bókaöflun stofnana og forðast óþörf tvíkaup. Skráning
stofnunarbókasafna er hnituð. Þær stofnanir, sem sjálfar panta bækur, senda þær
stofnanaþjónustu til skráningar (5, s. 32).
í Ábo er bókaöflun hnituð, svo og skráning. Skal nú framkvæmd bókaöflunar lýst
í helztu atriðum. Forstöðumenn stofnana eða aðstoðarmenn þeirra senda aðalsafni
seðla eða lista um bækur, sem kaupa skal til stofnunar. Beiðnirnar berast sérstökum
stofnanabókavörðum, og athuga þeir í hinni almennu skrá bókasafnsins og sam-
skránni, hvort verkið sé til í aðalsafni eða stofnunarsafni. Sé svo, er hlutaðeigandi
prófessor gert viðvart. Oski hann enn eftir, að verkið sé keypt, er svo gert. Þannig er
leitazt við að komast hjá óþörfum tvíkaupum. Innkaupalisti er sendur til innkaupa-
deildar með eins nákvæmum upplýsingum og kostur er á. Þar eru skrifaðir pöntunar-
seðlar í fjórriti. Tveir seðlar fara til hókaverzlunar, einn fer í skrá um óafgreiddar
bókapantanir aðalsafns og stofnunarsafna, en fjórði seðillinn fer lil hlutaðeigandi
stofnanabókavarða, sem halda skrá um óafgreiddar pantanir stofnana. Þegar bækur
berast, eru þær afhentar stofnanabókavörðum til skráningar, og sjá þeir um, að bæk-
urnar séu sendar stofnununum (5, s. 20).
Kostir hnitaðrar skráningar og bókaöflunar hafa verið taldir þessir helztir:
1. Þegar skráning er hnituð, er auðveldara að samræma hana, svo og flokkun. Þá
er einnig hægara um vik að koma upp samskrá og halda henni við.
2. Þegar bókaöflun er hnituð, er hægara að aðgæta, hvort umbeðið verk sé fyrir
í öðrum söfnum háskólans. Þannig er unnt að komast hjá tvíkaupum bóka og
tímarita.
3. Nauðsynleg hjálpargögn eru á einum og sama stað, en ekki dreifð á margar
stofnanir. Verður þannig sneitt hjá tvíkaupum þeirra.
4. Hagræðing er að því, að starfslið vinni hin tæknilegu störf í hópum og geti því
skipt með sér verkum (5, s. 11; 16, s. 66; 28, s. 189).
13