Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 163
SKRÁNINGARREGLUR BÓKASAFNA
163
val raðorðs, þegar rit er skráð á titil. Prússnesku reglurnar mæla svo fyrir, að raðorð
skuli þá valið fyrsta nafnorS titils í nefnifalli - með tilteknum frávikum, en samkvæmt
ensk-amerískum reglum skal raðorð vera fyrsta orð í titli, sem er ekki greinir. Af
þessum tveimur dæmum er auðsætt, hversu ólík verður skipan þeirra skráa, sem
gerðar eru eftir hvorum reglum um sig.
Snemma komu fram raddir um nauðsyn alþjóðlegs átaks lil að samræma þessa
tvenns konar skráningarhætti og raunar fleira, sem hér hefur ekki verið nefnt. Einna
fyrst mun þessu liafa verið hreyft á skráningarráðstefnu í Brússel árið 1910. Forustu-
aðila skorli þó alla líð, þar til stofnuð voru alþjóSasamlök bókavarða, IFLA, árið
1927, en megintilgangur þeirra samtaka var og er að stuðla að alþjóðlegri samvinnu
að bókasafnsmálum. IFLA hóf þegar viðleitni lil samræmingar skráningarhátta, en
varð ekki verulega ágengt í þeim efnum fyrr en nú fyrir u. þ. b. einum áratug. ÁSur
en kemur að þeim merka áfanga, er rétt að víkja litlu nánar að sögu hinna ensk-am-
erísku reglna til þess tíma.
Samvinna brezku og bandarísku bókavarðasamtakanna, sem leiddi til útgáfu regln-
anna 1908, var tekin upp að nýju 1936 í því skyni að endurskoða reglurnar, en heims-
styrjöldin batt endi á þá samvinnu. Bandarísku samtökin héldu þá endurskoðuninni
áfram á eigin spýtur og gáfu árið 1941 út bráSabirgðaútgáfu og 1949 fullnaðarút-
gáfu nýrra reglna, ALA cataloging rules for aulhor and title entries. Þessar reglur
kveða ekki á um bókarlýsingu, en bandarísku samtökin viðurkenndu reglur um það
efni, sem Þingbókasafnið í Washington gaf út sama ár, 1949, Rules for descriptive
cataloging in the Library of Congress.
ÁriS 1951 tóku brezku og bandarísku bókavarðasamtökin enn upp nána samvinnu,
nú í því skyni að endurskoða bandarísku reglurnar frá 1949 og ganga frá nýjum
reglum, sem báðir aðilar gætu fallizt á. Bandarísku reglurnar um val og meðferS
höfuðs höfðu orðið fyrir talsverðri gagnrýni. MeSal þeirra, er að henni stóðu, kvað
mest að Bandaríkj amanninum Seymour Lubetzky, en hann hefur orðið einn hinn
áhrifamesti þeirra manna, sem fjallað hafa um skráningarmál á síðari árum. í þremur
ritgerðum, sem komu út á árunum 1953-61,1 gerði Lubetzky grein fyrir hugmyndum
sínum og tillögum um nýjar reglur, og árið 1956 var hann ráðinn ritstjóri hins ensk-
ameríska skráningarverks og gegndi því starfi nokkur næstu ár.
Hið ensk-ameríska endurskoðunarstarf var í miðjum klíSum, þegar IFLA tók að
verða verulega ágengt í samræmingarviðleitni sinni. ViS lok heimsstyrjaldarinnar
voru mörg bókasöfn í Þýzkalandi illa leikin, og þar beið mikið skráningarstarf, er
þurfli sums staðar að hefja frá grunni. Þetta mun m. a. hafa stuðlað að því, að nýr
skriður komst á tihaunir IFLA til samræmingar skráningarhálta. UNESCO, Menn-
ingar- og fræðslustofnun SameinuSu þjóðanna, veitti samtökunum drjúgan stuðning í
þessu efni. IFLA kvaddi til starfsnefndir og boðaði haustiS 1961 til alþjóðlegrar ráð-
1 Cataloging rules and principles; a critique of the ALA rules for entry and a proposal design for
their revision. 1953. - Code of cataloging rules; author and title entry. 1960. - Additions, revisions
and changes. 1961.