Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 126
126
MENNTUN BÓKAVARÐA
Meðan félagið hélt fast við þessa tilhögun, átti háskólanám í greininni erfitt uppdrátt-
ar. Sérstöðu hafði þó University College í London að þessu leyti, sem hóf bókavarðar-
kennslu árið 1919.
Eftir síðari heimsstyrj öldina fjölgaði skólum, þar sem nemendum var gert skylt að
gefa sig óskipta að bókavarðarnáminu, og árið 1964 setti félagið upp námsskrá, sem
miðast nær eingöngu við slíkt skólahald, og má nú heita, að hinn eldri háttur að
stunda nám samhliða vinnu, sé úr sögunni. Próf í greininni voru þó enn samkvæmt
þessari námsskrá nær einvörðungu á vegum félagsins, en það tók upp frá þessu að
fá háskólum heimild til að veita eigin prófgráður í bókasafnsfræði, og hefur nú a. m.
k. einn tugur háskóla í Bretlandi þann hátt á. Sumir þessara háskóla veita einungis
viðtöku til bókavarðarnáms fólki, sem áður hefur lokið a. m. k. B.A.-prófi eða sam-
bærilegum prófum. Hefur bókavarðarmenntun í Bretlandi náð svo miklum sveigjan-
leika á þessu tímabili, að ósambærilegt er við það, sem áður var.
En menn velta nú fyrir sér, hvernig afskipti hrezka bókavarðafélagsins af bóka-
varðarmennlun þróist á næsta áratug. Hugsanlegt er, að félagið hætti að gangast fyrir
prófum sjálft, en veiti hins vegar einstökum skólum viðurkenningu að hinum banda-
ríska hætti.
Sumir telja, að eðlilegasti háttur á afskiptum bókavarðasamtaka af menntun stétt-
arinnar liggi einhvers staðar á milli þeirrar tiliiögunar, sem í Bretlandi tíðkast annars
vegar og Bandaríkjunum hins vegar. Báðar þessar þjóðir hafa haft áhrif á tilhögun
bókavarðarmenntunar með öðrum þjóðum, einkum hinum enskumælandi. Þannig
hafa Suður-Afríka og Ástralía skipað málum að hinum hrezka hætti lengst af, þ. e.
að veita hverjum einstaklingi prófviðurkenningu, en báðar þjóðirnar hneigjast nú
til hins bandaríska háttar að viðurkenna skólana og láta þá sjálfa um prófin. Indverj-
ar hafa fylgt dæmi Bandaríkj amanna í aðalatriðum, en samtök bókavarða þar eru
veikari en svo, að þau veiti sambærilegt aðhald.
Af þessu hraflkennda yfirliti sést, að bókavarðarmenntun hefur í mörgum þeim
löndum, sem næst okkur standa, eflzt til mikilla muna hin síðari ár og víða færzt í
auknum mæli inn í háskólana eða a. m. k. á akademískan grundvöll. Þegar af þeirri
ástæðu verður að telja, að rétt sé stefnt með því að láta bókasafnsfræðina þróast hér
áfram sem háskólagrein. Ég tel einnig, að hægara sé að vinna greininni álit og viður-
kenningu innan Háskólans en utan hans. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir þvi,
að bókasafnsstörf hafa verið og eru raunar enn stórlega vanmetin hér á landi, og
mörgum kemur á óvart, að slík störf krefjist bóklegs sérnáms. Ég held, að viðurkenn-
ing námsins sem háskólagreinar verði frekar til þess, að gott fólk skrái sig til náms
í greininni, einkum þar eð kostur er á samvali við aðrar greinar. Sumir hefj a e. t. v.
námið af nokkurri rælni eða forvitni eða þá einfaldlega til að afla sér stiga til fyll-
ingar B.A.-prófi, en ég held ég megi segja, að sumt af því fólki hafi fengið áhuga á
bókasafnsstörfum við nánari kynni og muni reynast bókasöfnunum góðir liðsmenn.
Fyrstu árin, sem kostur var á bókavarðarnámi hér, voru nemendur jafnan mjög
fáir, en allra síðustu ár hefur þeim fjölgað verulega, enda almennt mikil stúdenta-