Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 162
162 SKRÁNINGARREGLUR BÓKASAFNA
skipulega, er kominn rammi eða efnistal skráningarreglna og tímabært að víkja að
þeim.
3.
Skráningarnefnd hefur að sjálfsögðu ekki ætlað sér þá dul, að hún gæti samið af
eigin rammleik reglur um lausn allra atriða skráningarvandans. Spjaldskráning hefur
tíðkazt í söfnum hér á landi u. þ. b. 70 ár, að vísu mest eftir erlendum skráningar-
reglum, en skráningarreglur í þeirri mynd, sem við þekkjum, hafa verið til með öðr-
um þjóðum a. m. k. hálfri öld lengur. Þegar safnað er í fyrsta sinn til allrækilegra
skráningarreglna á íslenzku í því skyni að samræma skráningu, er því einsýnt að
taka tillit til þeirra skráningarhátta, sem hér hafa myndazt, en einnig og ekki síður
að taka mið af því, sem annars staðar hefur verið fjallað um þetta efni.
Skráningarnefnd hefur gert sér nokkurt far um að kynna sér framvindu skráningar-
mála erlendis og alþjóðlegt átak til samræmingar skráningarhátta. Niðurstaða af
þeirri könnun hefur orðið sú, að valin hefur verið allnáin erlend fyrirmynd, eins og
skráningarreglurnar bera með sér, og er því eðlilegt, að skýrt sé frá því, hvað ráðið
hafi því vali.
Segja má, að það sem af er þessari öld hafi verið á Vesturlöndum tvær megin-
stefnur eða ’skólar’ í skráningu, sem hafa mátt sín hvað mest. Þá mætti nefna þýzka
skólann og ensk-ameríska skólann. Þýzka skólann er að rekja til skráningarreglna,
sem komu út árið 1899, Instruktionen fiir die alphabetischen Kataloge der preussi-
schen Bihliotheken, venjulega nefndar prússnesku reglurnar. Ensk-ameríska skólann
má rekja til samstarfs, sem tókst með brezku og bandarísku bókavarðasamtökunum
árið 1904 og leiddi til þess, að gefnar voru út árið 1908 ensk-amerískar skráningar-
reglur, Cataloguing rules, author and title entries. Hvorar tveggja reglurnar voru
gefnar út margsinnis óbreyttar á næstu áratugum og hafa haft veruleg áhrif á skrán-
ingarhætti safna á Norðurlöndum, hinar þýzku einkum í rannsóknarbókasöfnum, svo
sem Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn, Háskólahókasafni í Osló og að nokkru í
Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi, en ensku reglurnar hafa haft mun meiri áhrif í nor-
rænum almenningsbókasöfnum. Hér á landi hafa áhrif ensk-amerísku reglnanna
verið ríkjandi í báðum tegundum safna, sennilega vegna þess að sá maður, sem
fyrstur hóf hér spj aldskráningarstarf í safni, Jón Ólafsson ritstjóri, er vann að skrán-
ingu í Landsbókasafni á fyrsta og öðrum áratug aldarinnar, sótti þekkingu sína til
Bandaríkjanna, og helztu almenningsbókasöfn hér hafa, að ég hygg, einkum sótt
fyrirmynd um skráningu til skyldra safna á Norðurlöndum.
Prússnesku reglunum og hinum ensk-amerísku ber margt á milli. Mestur er þar
munurinn á vali og meðferð höfuðs og raðorðs, en það er afdrifaríkt fyrir heildar-
skipan skrár, eins og áður segir. Tvö dæmi skulu nefnd. Samkvæmt prússnesku regl-
unum skal nota sem höfuð nafn höfundar, í stöku tilvikum nafn útgefanda, þýðanda
eða ritstjóra, en aldrei stofnunar. Ensk-amerískar reglur mæla svo fyrir, að færa skuli
rit, sem birtist á ábyrgð stofnunar, undir nafn hennar sem höfuð. Hitt dæmið varðar