Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 114
114
UM ÞJÓÐSKJALASAFN ÍSLANDS
sérstök dæmi séu nefnd. Reynt var að gera þessar ómetanlegu heimildir þjóðarsög-
unnar aðgengilegar sem fyrst fyrir fræðimenn og aðra gesti safnsins með bráða-
birgðaröðun og bráðabirgðaskrám, sem gefnar voru út þrjár á fyrsta áratug aldar-
innar, eða nánar til tekið á árunum 1903-1910, allar eftir dr. Jón Þorkelsson og
nefndust einu nafni „Skrá um skjöl og bækur í Landsskj alasafninu í Reykjavík“.
Fjallaði sú fyrsta um skjalasöfn stiftamtmanns og amtmanns yfir landi öllu, önnur
um skjalasöfn klerkdómsins, en sú þriðja um skjalasöfn Oxarárþings og yfirréttar
þess, landsyfirdóms, sýslumanna, sveitarstjórna, sáttanefnda og jarðaumboða eða
klaustra. Þessar skrár með skrifuðum innfærslum um það, sem við hefur bætzt smám
saman síðan, eru safninu ómissandi enn, þó að brýn þörf sé nú orðin fyrir nýjar í
þeirra stað.
Eins og málum var háttað, hlutu öll skjöl um æðstu stjórn landsins lengi vel að
liggja úti í Kaupmannahöfn. En þegar ísland fékk heimastjórn árið 1904 og stjórnar-
ráðið var stofnað í Reykjavík, þótti eðlilegt, að afhent væri til landsins skjalasafn
hinnar íslenzku stjórnardeildar úti í Kaupmannahöfn, sem farið hafði með íslands-
mál síðan 1849. Var það sent hingað þegar árið 1904 og geymt lil ársins 1915 í stjórn-
arráðinu, sem þá afhenti það Þjóðskjalasafni. Voru það alls 235 embæltisbækur og
skj alabögglar.
Enda þótt að þessari skjalasendingu væri hinn mesti fengur, var hitt þó miklu
meira og dýrmætara, sem þá varð eftir í Ríkisskj alasafni Dana af eldri skjölxun og
skjalagögnum um íslenzk mál, allt frá 16. öld og fram til ársins 1848. Þau gögn voru
að visu ekki í neinu sérstöku skjalasafni, hliðstæðu skjalasafni íslenzku sljórnardeild-
arinnar frá 1849-1904, heldur á víð og dreif: í leyndarskjalasafni konungs og skjala-
söfnum hinna gömlu stjórnardeilda á einveldisöld, einkum kansellís og rentukammers,
sem að vísu voru geymd í Ríkisskjalasafni. Var ekkert auðhlaupið að skilja íslenzk
skjalagögn þar frá dönskum, enda engum kröfum hreyft um það að sinni.
Hins vegar var vakið hressilega máls á því á árunum 1907-1908, að skilað yrði
úr Árnasafni þeim skjölum og handritum, sem Árni Magnússon hafði haft að láni
úr íslenzkum embættisskj alasöfnum. Alþingi gerði samþykkt um málið, og Jón Þor-
kelsson gekk rösklega fram í að rökstyðja þær kröfur, eins og hans var von og vísa,
en viðræður við dönsk stjórnarvöld báru í það sinn engan árangur.
Eftir að Island var viðurkennt fullvalda ríki árið 1918, var aftur tekið að hreyfa
þessu máli og þeim kröfum þá bætt við, að íslandi yrðu afhent þau skjalagögn úr
Ríkisskjalasafni Danmerkur, sem þar fyndust um íslenzk mál. Var þetta rætt ýtarlega
á fundum hinnar dansk-íslenzku ráðgjafanefndar á árunum 1925-1927 með þátttöku
Hannesar Þorsteinssonar þjóðskjalavarðar, og varð niðurstaðan af þeim sú, að samið
var milli íslands og Danmerkur 15. október 1927 um skjalaskipti eða gagnkvæma
afhendingu úr söfnum á skjölum og bókum. Mátti sá samningur þó í reynd naumast
skjalaskipti heita, því að fyrir 79 embættisbækur, sem Þjóðskjalasafn varð þá að skila
aftur úr skjalasafni íslenzku stjórnardeildarinnar í Kaupmannahöfn, þ. e. a. s. tillögu-
bókum (Forestillingsprotokoller) og bréfabókum - hvorartveggja hafa nú raunar