Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Blaðsíða 185
STOFNUNARSÖFN HÁSKÓLA 185
en kveður ekki nánar á um, við hvaða aðstæður slík nefnd gæti talizt heppileg (28,
s. 340).
5. MIKILVÆGI PERSÓNULEGRA TENGSLA
Svo sem fyrr segir skiptir miklu, að góður samstarfsvilj i ríki milli starfsmanna aðal-
safns og stofnunarsafna. Sérstaklega hafa norrænir bókaverðir bent á mikilvægi hins
persónulega þáttar í samskiptum. Má einnig ætla, að þessi þáttur verði þeim mun
mikilvægari sem stofnanir eru sjálfstæðari og einangraðri. Verður nú endursagt nokk-
uð af því, sem Eeva Tammekann segir um þetta atriði. Styðst hún þar við eigin
reynslu.
Tammekann segir, að tortryggni stofnana gagnvart aðstoð frá aðalsafni stafi oft af
óöryggi. Forstöðumönnum stofnunarsafna þyki sem ekki sé alll sem skyldi á stofnun-
inni og séu þeir ófúsir að láta aðkomumenn verða þess áskynja. Þessari andstöðu
þurfi fyrst að sigrast á, hún sé einkum af sálrænum toga, og því skyldi fara að öllu
með gát. Hins vegar sé sá ávinningur, sem næst á hinu sálræna sviði, einnig mikil-
vægastur. Segist Tammekann álíta, að þær ástæður, sem oft séu nefndar fyrir tillögum
um samvinnu, séu raunverulega ekki þær, sem þyngst vega. Nefnir hún ýmislegt hag-
ræði, sem sé að samskrá, sameiginlegri skráningu og sameiginlegum bókapöntunum,
en getur þess jafnframt, að mesti ávinningurinn sé þó ef til vill sá, að aðalsafn og
stofnunarsafn komist í nánari snertingu hvort við annað, t. d. með því, að aðstoðar-
fólk stofnana hitti að minnsta kosti hluta af starfsfólki aðalsafns, og með því, að
stofnunin snúi sér til aðalsafns í næstum öllum safntæknilegum vandamálum (23,
s. 46-47).
I svipaðan streng og Tammekann taka bókaverðirnir Harald L. Tveterás (26, s. 12)
og Erik J. Knudtzon (11, s. 123).
6. STOFNANAÞJÓNUSTA
I sumum háskólabókasöfnum á Norðurlöndum er starfrækt sérstök deild, sem ann-
ast samskipti aðalsafns og stofnunarsafna og styrkir tengsl þeirra, svonefnd stofnana-
þjónusta. Til þess að skýra, livað átt er við með slíkri starfsemi, verður lýst hér á
eftir stofnanaþjónustu við Hafnarháskóla og háskólann í Gautaborg. Einnig verður
vikið að svonefndri deildaþj ónustu við Óslóarháskóla, en líta má á hana sem afbrigði
stofnanaþj ónustu.
Stofnanaþjónusla við Hafnarháskóla. Þau söfn, sem þjóna Hafnarháskóla, eru há-
skólabókasafn og Konungsbókhlaða. Arið 1926 var formlega komið á þeirri skipun,
að Konungsbókhlaða yrði aðalsafn háskólans í hugvísindum og félagsvísindum, en
háskólabókasafn skyldi sinna fyrst og fremst læknisfræði og náttúruvísindum. Af þess-
um sökum urðu nokkur bókaskipti milli safnanna. En árið 1938 varð breyting á skipu-
lagi háskólabókasafns. Greindist það þá í tvær deildir. Var önnur fyrir hugvísindi (1.
deild) og hin fyrir náttúruvísindi (2. deild). Hafa þessar deildir hvor sinn yfirbóka-
vörð. Þannig hafa meginsöfn háskólans í hugvísindum orðið tvö. Hefur komizt á