Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Side 186

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Side 186
186 STOFNUNARSÖFN HÁSKÓLA verkaskipling milli þeirra m. a. vegna hinnar öru fjölgunar stúdenta. Konungsbók- hlaða hefur í æ ríkara mæli tekið að sér hinar sérfræðilegu kröfur rannsókna, en 1. deild annast fremur hið almenna kennsluefni. Jafnframt hefur Konungsbókhlaða tekið að sér hlutverk „aðalsafns“ fyrir stofnunarsöfn í hugvísindagreinum, enda sinna þau fyrst og fremst þörfum rannsókna. Þau eru að meginreglu vistsöfn (d. ‘præsensbiblio- teker’) og allsjálfstæð í eðli. Lúta þau yfirvöldum háskólans og hafa eigin fjárráð. Tillögur um bókakaup koma frá háskólakennurum, og sjálf bókaöflunin fer fram í hverri stofnun. Aðeins stærstu stofnunarsöfnin hafa sérmenntaða bókaverði (5, s. 42- 43; 9, s. 20-21). Eins og fyrr var minnzt á, var gert samkomulag árið 1960 milli háskólans í Höfn og Konungsbókhlöðu um samvinnu hókasafna. Tók samkomulagið annars vegar til stofnunarsafna í guðfræðideild, stjórnvísindadeild og heimspekideild Hafnarháskóla og hins vegar til Konungsbókhlöðu. J samningnum var gert ráð fyrir samvinnu þess- ara aðila, og skyldi stofnanaþjónusta Konungsbókhlöðu sjá um hana. Verða nú nefnd helztu atriði, sem samningurinn tók til. Lán. Konungsbókhlaða lánar stofnunum sérfræðileg rit til lengri tíma en tíðkast um útlán. Er hér um að ræða lán til viðræðuæfinga eða langtimalán (d. ‘depotlán’). Konungsbókhlaða sér um að flytja pantaðar bækur til stofnana. Þessi lán eru þó háð ákveðnum takmörkunum. Um þær bækur stofnana og tímarit, sem eru ekki til í öðrum opinberum dönskum söfnum, gildir sú ákvörðun, að stofnanir láni út slíkar bækur gegnum Konungsbók- hlöðu eða leyfi afnot þeirra á stofnun. Undanskildar eru þó sjaldgæfar bækur eða þær bækur, sem nauðsynlegt er að hafa við höndina í daglegri vinnu á stofnun. Tœknileg þjónusta. Konungsbókhlaða veitir stofnunum hjálp og leiðbeiningar í öll- um safntæknilegum efnum, þ. e. skráningu, innréttingu húsakynna o. þ. u. 1. Sér stofn- anaþjónusta um þetta. Hún leiðbeinir um gerð spj aldskrárkorta, margfaldar þau eða tekur alveg að sér skráningu. Konungsbókhlaða lætur stofnun í té spjaldskrárkort um nýjar bækur safnsins, þegar þær varða fræðigrein hlutaðeigandi stofnunar. í stað- inn fær Konungsbókhlaða frá stofnunum spj aldskrárkort um erlendan safnauka þeirra. Bókaöflun og bókaval. Stofnanaþjónustan hefur það verkefni að koma á samvinnu um bókakaup milli stofnana og sérfræðinga Konungsbókldöðu. Þegar svo vill til, að stofnanir hyggjast kaupa eitthvert rit og ákvörðun þess efnis getur verið undir því komin, hvort Konungsbókhlaða hefur keypt ritið eða hyggst kaupa það, er stofnun skylt að spyrjast fyrir um ritið. Þessi skylda gildir sérstaklega um kaup á fágætum eða dýrum verkum. Þessar ákvarðanir fela ekki í sér neina skerðingu á rétti forstöðu- manns stofnunar til þess að ákvarða bókaöflun til stofnunarsafns. Samvinna þessi inn bókakaup tekur aðeins til erlendra bóka. Gamlar bœkur og gjafir. Áður en stofnanir losa sig við gamlar eða lítið notaðar bækur eða ráðstafa gjöfum, sem eru utan við sérsvið stofnunarsafns, skal Konungs- bókhlaða eiga þess kost að eignast þau verk, sem henni væri akkur í. (Heimild: 1)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.