Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Page 125

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Page 125
MENNTUN BÓKAVARÐA 125 Verður nú farið nokkrum orðum um þessi atriði, og mun ég fyrst gera stuttlega grein fyrir tilhögun bókavarðarmenntunar í nokkrum öðrum löndum. Bæði í Noregi og Danmörku eru sjálfstæðir bókavarðaskólar. Inntökuskilyrði er stúdentspróf. Námstími er í Noregi þrjú ár, þar af eitt ár skylduvinna í bókasafni, en í Danmörku fjögur ár, þar af eitt ár skylduvinna. Þessi námstími miðast einkum við þá, sem gerast almennir bókaverðir í almenningsbókasöfnum eða skipa munu lægri bókavarðarstöðurnar í rannsóknarbókasöfnum. Aðra námsskrá, sem gerir ráð fyrir miklu styttri námstíma, hafa skólarnir fyrir fólk með háskólapróf, sem vill sérhæfa sig til bókasafnsstarfa. Auk þess efna skólarnir til ýmissa styttri námskeiða. Báðir þessir skólar eru umfangsmikil fyrirtæki, einkum hinn danski, og hefur hann vakið athygli bókasafnsmanna víða um lönd. Bókavarðarkennsla Finna er á vegum háskólans í Tampere (Tammerfors), sem áður var viðskiptaháskóli. Bóklega námið tekur 2—4. ár, en skylduvinna sex mánuði. Fyrir sænskumælandi Finna er nokkurn veginn hliðstæð kennsla við Finnsk-sænska viðskiptaháskólann í Helsingfors. Skólarnir mennta fólk til starfa í almenningsbóka- söfnum aðallega, en einnig fyrir hinar lægri bókavarðarstöður í rannsóknarbóka- söfnum. Annars mennta mörg finnsk rannsóknarbókasöfn sjálf sitt starfsfólk og setja upp próf. Félag finnskra rannsóknarbókavarða leitar nú ráða til að samræma mennt- un rannsóknarbókavarða. Fyrir æðri stöðurnar bæði í abnennings- cg rannsóknar- bókasöfnum er krafizt háskólaprófs, auk sérmenntunar. Til inngöngu í Sænska bókavarðaskólann er krafizt - ekki aðeins stúdentsprófs - heldur einnig háskólaprófs, og verða þeir, sem hefja þar nám, að hafa unnið áður í bókasafni a. m. k. sex mánuði og tekið þátt í fimm mánaða bréfanámskeiði. Skólinn menntar aðallega fólk fyrir almenningsbókasöfnin, en auk þess stendur almennings- bókasafn Stokkhólmsborgar fyrir námskeiðum fyrir sitt starfsfólk. Bókaverðir rann- sóknarbókasafna hafa yfirleitt fengið sína sérmenntun og þjálfun í söfnunum sjálfum. Þótt ótrúlegt sé, standa Svíar í mörgu að baki nágrannaþjóðunum, að því er varðar skipulag bókavarðarmenntunar. Þetta er þeim sjálfum vel ljóst, og vinna þeir nú að endurskoðun þessara mála bjá sér. Bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa bókavarðafélögin, sem hvort um sig eru voldugir aðilar, lengi haft hönd í bagga með menntun bókavarða, en þó lengst af hvort með sínum hætti. í Bandaríkjunum hefur bókasafnsfræði áratugum saman verið kennd við fjölmarga háskóla, en bókavarðafélagið fylgist með gæðum kennsl- unnar og viðurkennir aðeins próf frá þeim skólum, sem standast kröfur félagsins. Þessir háskólar eru nú milli þrjátíu og fjörutíu. En auk þeirra halda ýmiss konar menntastofnanir, sem flestar standa neðan við háskólastigið, uppi kennslu í bóka- safnsfræði. Þessar stofnanir eru um 400 talsins. I Bretlandi hefur tilhögunin lengst af verið sú, að bókavarðafélagið hefur sett upp námsskrá og próf, sem bókavarðaskólar urðu að lúta, en mest var námið raunar stundað jafnframt vinnu í bókasöfnum, en námskeið sótt á vegum félagsins. Þeir, sem þessum prófum luku, voru af félaginu viðurkenndir sem sérmenntaðir bókaverðir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.