Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Side 169

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Side 169
STOFNUNARSÖFNHÁSKÓLA 169 Aðalsafn (e. ‘main library’ eða ‘central library’, sæ. ‘huvudbibliotek’ eða ‘central- bibliotek’): helzta safn háskóla. Háskólabókasafn: öll söfn eins háskóla í heild. Háskólabókavörður: yfirmaður háskólabókasafns eða aðalsafns. Stofnunarsajn: safn sérstakrar fræðigreinar háskóla bundið stofnun þessarar greinar eða deild innan háskóladeildar. Hér er átt við þau söfn, sem á ensku kallast ‘depart- mental libraries’ eða ‘libraries of departments’, en á dönsku ‘institutbiblioteker’. Nokk- ur munur er á ‘institutter’ á Norðurlöndum og ‘departments’ í Bandaríkj unum. ‘In- stitutter’ Norðurlanda eru einkum rannsóknarstofnanir, en ‘departments’ eru jafn- framt eða fyrst og fremst kennslustofnanir. ‘Departmental libraries’ í Bandaríkjunum spanna því víðara svið en ‘institutbiblioteker’ og eru yfirleitt miklu stærri söfn (7, s. 42-43; 16, s. 58; 25, s. 28; 26, s. 4-5; 28, s. 149). Hugtakið stofnunarsafn er hér einnig notað um önnur sérsöfn háskóla, þegar þau taka til ákveðins efnissviðs, t. d. söfn (oftast handbókasöfn) á rannsóknarstofum og sérstök söfn fyrir viðræðuæfingar (seminar-æfingar). Söfn, sem myndazt hafa á grundvelli annarra sjónarmiða en efnissviðs, falla ekki undir skýrgreininguna. Svo er t. d. um kortasöfn, söfn vögguprents, gjafasöfn, sem tilskilið er að halda aðskildum, handritasöfn, límaritasöfn, söfn doktorsritgerða o. fl. Þess ber að minnast, að þau söfn, sem hér eru nefnd einu nafni stofnunarsöfn, eru ekki aðeins allólík eftir löndum eða landssvæðum, heldur einnig innan eins og sama lands eða háskóla. Þau geta haft að geyma hundrað þúsund bækur eða aðeins nokkra tugi, og þau geta tekið til þröngs sérsviðs eða allvíðtæks efnissviðs, þannig að þau nálgast það að vera deildarsöfn (sjá síðar). T. d. skiptir brezk heimild stofnunarsöfn- um á Bretlandi í fimm tegundir (21, s. 98-99). I. HNITUN OG DREIFING 1. INNGANGUR Svo segir í skýrslu einni, sem samin var árið 1947 um bókasafn Stanford-háskóla í Bandaríkj unum: „Byggingunni, sem hýsti aðalsafnið, var að fullu lokið árið 1919, og hefur hún verið notuð óslitið síðan. Hún er gríðarstór með tilkomumiklum stigauppgangi í miðju og þykkum, óhagganlegum veggjum. Er hún ekki jafnþjál til breytinga eða stækkunar og þær byggingar, sem skipulagðar voru á þriðja tug aldarinnar og síðar. Þegar byggingin var fullgerð, rúmaði hún auðveldlega flest söfn háskólans. Var því unnt að koma á mjög víðtækri hnitun bókakosts og annars efnis í safninu. En með ör- um vexti safnsins hefur rými minnkað og allmörgum stofnunarsöfnum og sérsöfnum hefur verið komið á laggirnar á háskólasvæðinu. Um þessar mundir eru nokkur þess- ara safna orðin svo yfirfull eða svo óhentug til þeirra nota, sem af þeim átti að liafa, að athugun á breytingu aðalsafnbyggingarinnar og samræmingu eða samruna nokk-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.