Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Side 115

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Side 115
UM ÞJÓÐSKJALASAFN ÍSLANDS 115 verið filmaðar fyrir Þjóðskjalasafn - fékk það úr Ríkisskjalasafni 833 skjalabækur og skjalaböggla, þar á meðal slíka dýrgripi sem frumritin af Jarðabók Árna Magnús- sonar og Páls Vídalíns og manntalinu 1703; úr skjalasafni hæstaréttar málsskjöl í íslenzkum málum 1802-1921; úr Konungsbókhlöðu safn Alþingisbóka og úr Árna- safni 100 fornbréf, flest skinnbréf frá Hólum, en fyrir átti safnið 300 skinnbréf frá Skálholti. Einnig komu úr Árnasafni fjórar skinnbækur, þ. á m. elzta varðveitta bisk- upsbókin, bréfabók Jóns Vilhjálmssonar á Hólum á 15. öld, sem ásamt Reykholtsmál- daga frá 12. og 13. öld og Sigurðarregistri, máldagabók Hóladómkirkju frá 16. öld, sem skjalasafnið átti hvorttveggja áður, eru meðal elztu kjörgripa þess. Annar eins hvalreki hefur hvorki fyrr né síðar komið á fjörur Þj óðskj alasafns, enda er „danska sendingin frá 1928“, eins og þessi afhending er oftast kölluð, ekki aðeins sú langstærsta, sem safninu hefur nokkru sinni borizt, heldur heimildasafn um þj óðar- söguna á síðustu öldum, sem seint verður að fullu úr unnið. Fjölmargt er þó eftir í dönskum skj alasöfnum, sem varðar íslenzk mál. Sumt varð eftir af vangá 1928, en hitt er þó fleira, sem er svo samofið skjölum frá öðrum hlut- um hins gamla danska ríkis, að erfitt er að skilja þar á milli. Nú á dögum er líka hægurinn hjá að fá mikrofilmur eða xeroxmyndir af slíkum skjölum, svo að það bagar ekki eins mikið og áður að hafa ekki í landinu sjálfu öll þau frumgögn, sem við kynnum að æskja. Þannig liefur Þjóðskjalasafn fengið xeroxmyndir af tveggja binda bréfadagbók um innkomin bréf til rentukammers varðandi Island og Færeyjar 174.1-1771, og yfir stendur xeroxmyndun fyrir safnið á 15 binda bréfabók rentu- kammers varðandi ísland og Færeyjar 1683-1771. Auk þess er ætlunin að fá á næst- unni xeroxmyndir af 27 binda bréfabók rentukammers varðandi ísland 1771-1848, en hún var ekki afhent 1928, vegna þess að þar eru bréf á víð og dreif, sem varða Græn- land, Finnmörk og Færeyjar. Hins vegar kom bréfadagbók um íslenzk málefni á þessu sama skeiði með sendingunni frá 1928. Þá hefur Þjóðskjalasafn orðið sér úti um xeroxmyndir af hinu mikla bréfasafni Brynjólfs Péturssonar, sem Aðalgeir Kristjáns- son 1. skjalavörður fann í Sjællands Landsarkiv sumarið 1968. Vitaskuld er ótal margt fleira í Ríkisskjalasafni og víðar, sem girnilegt væri að fá einhvers konar myndir af, þó að ekkert hafi verið ákveðið um það enn sem komið er. Þetta eins og svo margt fleira í starfsemi safna er komið undir rausn fj árveitingar- valdsins og svo auðvitað húsrými til að taka við gögnum, hvort sem eru frumgögn eða eftirmyndir, en að húsnæðismálum vík ég betur síðar. Um skjalasafn, sem óx svo hröðum skrefum allt frá aldamótum sem Þj óðskj alasafn, var það engin furða, þótt starfsemi þess, þar á meðal svo mikilvægir þættir sem röðun, skrásetning og viðgerð skjala, drægist nokkuð aftur úr. Starfslið skj alasafnsins var frá upphafi, og er raunar enn, alltof lítið, þótt því verði ekki neitað, að veruleg breyt- ing hafi orðið á þessu til batnaðar í seinni tíð. Fram til ársins 1911 var skjalavörður- inn, sem skipaður var 1899, eini starfsmaður skj alasafnsins. Frá 1911 til 1938 hafði hann ekki nema einn aðstoðarmann sér við hlið. Síðan 1953 hafa skjalaverðir verið fjórir og að auki aðstoðarmaður frá 1957. Við fámennt starfslið bættist svo það, að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.