Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Side 135

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1971, Side 135
ÍSLENZK RANNSÓKNARBÓKASÖFN 135 tekur hún til ritauka fyrra helmings þessa árs. Jafnframt er nýkomin út skrá um rit- auka Landsbókasafns 1969 í umsjá Guðbjargar Benediktsdóttur ritara safnsins. Olafur Pábnason bókavörður, er lagt hefur á ráðin um tilhögun hinnar nýju sam- skrár, mun í sérstöku erindi síðar á þessu þingi fjalla nánar um hana, og mun ég því ekki ræða hana frekara, heldur einungis þakka öllum, sem þar eiga hlut að máli, ágæta samvinnu um þetta mikla nauðsynjamál. Þess skal getið, að stefnt er að því að koma út svo fljótt sem kostur er áþekkri samskrá um tímarit þau, sem keypt eru reglulega til rannsóknarbókasafna og stofn- ana, en þar er engu síður um brýnt verkefni að ræða. Er eins víst, að þá sannist sá grunur manna, að margir aðilar kaupi eitt og sama tímarit, en við því verður að stemma stigu, svo sem unnt er, þótt stundum verði vitaskuld ekki hjá því komizt að hafa sama tímaritið á fleiri en einum stað. Þegar menn loks fá að vita, hvar hvert eitt tímarit er niðurkomið, er með bættu skipulagi lánastarfseminnar hægt að sjá til þess, að notendur fái greiðari aðgang að tímaritakostinum en verið hefur til þessa. í 7. grein laga um Landsbókasafn frá því í fyrra segir, að Landsbókasafn skuli hafa samvinnu við önnur bókasöfn og sérfræðibókasöfn, sem ríkisstofnanir og félög eiga, um bókakaup og bókalán. Þótt samráð hafi jafnan verið haft um bókakaup við Háskólabókasafn, skal viðurkennt, að það hefur ekki verið á svo skipulega vísu sem skyldi, og samvinna við önnur söfn og stofnanir hefur því miður ekki komizt á lagg- irnar ennþá. Sannleikurinn er sá, að hver hefur setið í sínu horni og dagað þar uppi, ef svo mætti segja. Hér þarf breyting á að verða, og ég veit, að víðtækari samvinna muni fljótlega takast um bókakaupin á svipaðan hátt og hún hefur tekizt um sam- skrána svonefndu. Einar Sigurðsson hefur hugleitt bókakaupmálin, veit ég, og mun reifa þau í sérstöku erindi á morgun, svo að ég fer ekki langt út í þá sálma hér. í lögum um Landsbókasafn 1949 var gert ráð fyrir, að háskólaráð skipaði safninu ráðunauta um bókaval, svo marga og í þeim fræðigreinum, sem ástæða þætti til. I reyndinni varð það svo, að þeir háskólans menn, er létu sig bókaval einhverju varða, hölluðu sér eðlilega fyrst og fremst að Háskólabókasafni. Þetta ákvæði stendur óbreytt í lögum þeim um Landsbókasafn, er samþykkt voru í fyrra, og nú einsýnt með vaxandi samvinnu um bókakaup til rannsóknarsafna, að leitað verði eftir skipulegri aðstoð sérfræðinga Háskólans í sem flestum greinum. Vér þurfum auðvitað að stefna að því að fá til starfa bókaverði með sérþekkingu á raunvísindum ekki síður en hugvísindum, en meðan þeirra er ekki kostur, hljótum vér að verulegu leyli að hlíta forsjá sér- fróðra manna, hvort heldur þeir eru í kennaraliði Háskólans eða starfa við aðrar opinberar rannsóknarstofnanir. Að þessu sinni verður ekki rætt að neinu ráði um fjárveitingar til bókakaupa. Landsbókasafn hefur á þessu ári tvær milljónir til bóka- og handritakaupa, og hefur sú upphæð farið hækkandi á síðustu árum, var t. d. 600 þúsund 1964., ein milljón 1965 og 1966, 1300 þúsund 1967 og 1968, 1575 þúsund 1969 og tvær milljónir á þessu ári, sem fyrr segir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.