Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Side 7

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Side 7
ÞORSTEINN MAGNÚSSON OG KÖTLUGOSIÐ 1625 7 urðum vér þessum undrum um síðir svo tamir og vanir, að nokkrir það að engu eður litlu öktuðu, hjá því sem með fyrsta, og sannaðist hér úti sá gamli málsháttur, að svo megi illu venjast að gott þyki.“ Það ber vott um ærið andlegt þrek og æðruleysi, að geta lýst raun- sætt frá degi til dags þeim ósköpum, sem á gengu á Þykkvabæjar- klaustri í þessu Kötlugosi. En frásögn Þorsteins er, sem fyrr getur, bæði ýtarleg og greinargóð, og er sérstaklega athyglisvert og vísinda- lega markvert það, sem hann hefur að segja um þau rafmagnsfyrir- bæri, er gjóskufallinu fylgdu, ekki aðeins skruggur og leiftur, heldur einnig hrævarelda, eldkúlur og hvers kyns önnur undarlegheit, sem verða þegar loftið er svo hlaðið rafmagni sem orðið hefur í miklu gjóskufalli. Eftir að hafa lýst jökulhlaupinu og gosinu dag fyrir dag, gerir hann skilmerkilega grein fyrir tjóninu af völdum þess á landi og búpeningi bæði í Álftaveri og öðrum sveitum. Er sú skýrsla, sem dagsett er 4. marz 1626, nánast viðauki við þá greinargerð. Svo sem fyrr getur, lét Þorvaldur Thoroddsen prenta skýrslur Þor- steins. Voru þær prentaðar eftir handriti nr. 422 4to í Árnasafni með hliðsjón af handriti frá miðri 17. öld, sem var í eigu Þorvalds sjálfs, en hann segir bæði þessi handrit orðrétt eftir frumriti, sem nefnist „Kver það sem Þorsteinn Magnússon sendi síra Ólaíi Jónssyni á Söndum 1626“. Samkvæmt bréfi Þorsteins, sem fylgir aðalskýrslunni, þeirri sem dagsett er 15. september 1625, þ. e. daginn eftir að gosinu lauk, sendir hann þessa frásögn sína til séra Gísla Oddssonar, síðar biskups, er þá var prestur í Holti undir Eyjafjöllum, og biður hann að senda hana áfram til föður hans, Odds biskups Einarssonar, og til lögmannsins (Gísla Hákonarsonar í Bræðratungu). Annanhvorn þeirra biður hann að koma henni með góðum skilum til Níels Hans- sonar umboðsmanns konungs á Bessastöðum, en viðbótarskýrsluna, sem dagsett er 4. marz 1626, sendir Þorsteinn, ásamt aðalskýrslunni, til séra Ólafs Jónssonar, og munu þetta hafa verið frumrit þeirra gos- lýsinga, sem birtar eru í S. t. s. Isl. En hvað um það kver, sem prentað var á dönsku 1627? Frásögnin í kveri þessu hefur ekkert úr þeirri viðbótarskýrslu, sem send var séra Ólafi Jónssyni 1626. Kverið er útdráttur úr frásögn Þorsteins Magnússonar af gosinu sjálfu 2.—14. september. Að mestu leyti gæti þetta verið útdráttur úr frásögninni í S. t. s. ísl., og sumar klausur eru orðrétt hinar sömu og í þeirri frásögn. En í dönsku frá- sögninni eru nokkur atriði, sem eru ekki í hinni íslenzku. T. d. er í frásögn af gosinu 4. september sagt, ,,at Fuglene falde mangfoldelige
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.