Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Page 10

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Page 10
Úr bréfum Sveins læknis Pálssonar Nanna Ólafsdóttir valdi og bjó til prentunar Frjáls þinn og auðugur andi sér átti og nýtti álfaslot hvörjum í hamri og hœgindi í skýjum búgarð hvörs í blómsturs bikari miðjum, og hvörn til viðtals sér valdi af vitringum liðnum. Bjarni Thorarensen Sveinn Pálsson (1762—1840) náttúrufræðingur og læknir var fæddur að Steinsstöðum í Tungusveit í Skagafjarðarsýslu, sonur Páls Sveins- sonar bónda og gullsmiðs þar og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur. Sveinn Pálsson reit ævisögu sína, líklega á seinasta aldursári,1 og segir um föður sinn, að hann hafi verið nafnkenndur fjölsmiður, en um móður sína, að hún hafi verið skörpustu gáfum gædd, margfróð, einkum í heilagri skrift. Hún var einnig yfirsetukona og skörungur mikill, heima og heiinan. Sveinn varð stúdent frá Hólaskóla 1782. Næsta ár var hann við sjóróðra í Njarðvíkum og segir í ævisögunni, að það hafi verið honum drjúg æfing undir lífið, því að síðar á ævinni neyddist hann til að stunda sjóinn jafnframt lækningum til þess að geta lifað. Hann lærði lækningar í Nesi við Seltjörn hjá frænda sínum Jóni Sveinssyni landlækni. Var þar í fjögur ár án þess að taka próf,2 en fór svo utan til Kaupmannahafnar 1788 og var þar önnur fjögur ár í læknisfræði. Jafnframt stundaði hann náttúruvísindi og naut þá stuðnings manna í þeim fræðum, er höfðu um þær mundir stofnað Naturhistorie Selskabet. Frá þessu félagi hlaut hann 3ja ára ferða- styrk 1791, er hann hafði lokið prófi í náttúruvísindum, og kaus hann að fara til Islands til rannsókna. Var ætlun hans að fara síðar utan aftur og ljúka við læknisfræðina, en af því varð aldrei. Lágu til þess ýmsar ástæður, svo sem peningaleysi, svo og það, að hann kvæntist unnustu sinni, Þórunni Bjarnadóttur landlæknis Pálssonar,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.