Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Qupperneq 12

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Qupperneq 12
12 ÚR BRÉFUM SVEINS LÆKNIS PÁLSSONAR Hann er öruggur hvar sem hann fer. Þó kemst hann nokkrum sinn- um í hreinan lífsháska. Um hann mynduðust þjóðsögur. Sveinn Pálsson var dæmigerður maður upplýsingarinnar, fjölfróður og fylgdist vel með. Hann rækti framúrskarandi vel hlutverk sitt að fræða alþýðuna og samdi og þýddi mörg rit í læknis- og náttúru- fræðum í því skyni. Þorvaldur Thoroddsen telur þessi rit upp í Landfræðisögu sinni, III. bindi. Helztu vísindarit hans komu ekki út fyrr en löngu eftir daga hans. Eldritið (um Skaftárelda 1783) kom út í Noregi 1882 og kaflar úr Jöklaritinu 1883 á sama stað. Þorvaldur Thoroddsen fjallar um Svein og rit hans í verkum sínum, og hann og fleiri hafa tekið upp kafla úr ritum hans, og loks var þýdd og gefin út Ferðabók Sveins Pálssonar 1945, náttúrufræðilegar og aðrar athuganir um land og þjóð í dagbókarformi. Gerðu það Pálmi Hannesson og Steindór Steindórsson náttúrufræðingar og Jón Ey- þórsson veðurfræðingur. Við hæfi er að nota orð Bjarna Thorarensens af öðru tilefni og segja, að vel hafi legið á drottni almáttugum, þegar hann veitti Sveini Pálssyni ótæpilega allar þær náðargáfur sem prýða yfirburða- mann og heilsteyptan persónuleika. Hann fór ekki varhluta af and- streymi í lífinu. Nóg var af því líka, þó að ekki verði frekar rakið en að ofan greinir. Eitt skal þó minnt á. Vísindum sínum hefur hann aðeins getað sinnt að takmörkuðu leyti og var kannski þyngsti kross- inn (eins og Sigurður Guðmundsson skólameistari getur sér til).7 Og þunglyndur var hann eins og kemur fram í einu bréfanna hér á eftir. Hann lýsir þeirri úlfakreppu á svo eftirminnilegan — og nútíma- legan — hátt í dæmi Jóns Eiríkssonar konferensráðs, að mikil freisting er að álykta, að hún eigi einnig við Svein sjálfan, þó að hans tilfelli hafi verið vægara og honum tekizt að verjast vegna margrómaðrar skyggni á tilveruna. Þessi er lýsingin: .... „eru öll líkindi til þess, að sterkar, ennþó með aldri og reynslu veltamdar og lagaðar, geðs- hræríngar, skarpar sálargáfur, óseðjandi lærdómslaungun, mátalaus yðni og lestralyst, og þaráofan á efri árum, nær því óbæriligar annir, áhugi, þánkabrot, en jafnframt öllu þessu, einkum á önd- verðri æfi hans, lítilsiglt lunderni og síðan geigr, að eitthvað mis- takast kunni, hvörju stundum er samfara hjá gáfbamönnum, er sig þvínga verða og spekja, nokkurskonar kvíði við að hafa sig mjög framm: að allt þetta hafi, þegar frammí sókti, og margt vildi snúast öðruvísi en ætlað var, smámsaman veikt líkama hans, ofreynt lífs- taugarnar, og þannig lagt drög til allsherjar tæringar“.8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.