Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Page 50

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Page 50
50 HARALDUR SIGURÐSSON Jóns af Hólabókum, þótt hann héldi áfram prentstörfum til dauða- dags 1616. Prentverkið á Núpufelli starfaði aðeins í fá ár, og þar voru prentaðar skýringar eða Summaría yfir Nýja- og Gamla testa- mentið 1589 og 1591 eftir Veit Dietrich, mikil bók í tveimur bind- um, sem Guðbrandur þýddi. Óljósar heimildir geta nokkurra fleiri bóka, sem prentaðar voru á Núpufelli. Meðan þessu vatt fram, var unnið að útgáfu Sálmabókar á Hólum, og kom hún út 1589 með 328 sálmum og allmörgum söngnótum, hinum fyrstu, sem prentaðar voru á Islandi og kunnar eru. Grunna- víkur-Jón getur þess raunar, að söngnótur hafi verið í Breviarium Holense, en líklegt þykir, að hann misminni um það. Þetta er elzt sálmabók íslenzk, sem það nafn verðskuldar, þó að þeir Marteinn Einarsson og Gísli Jónsson biskupar létu prenta í Kaupmannahöfn lítil þýdd sálmasöfn upp úr miðri öldinni. Báðar eru þær bækur helzt frægar að endemum fyrir vondan kveðskap. Af orðum biskups í formála má ráða, að sálmarnir séu flestir þýddir úr latínu eða þýzku, margir af séra Ólafi Guðmundssyni á Sauðanesi, nokkrir úr dönsku og fáeinir frumsamdir. Bókin var prentuð í 375 eintökum og kostaði 1- H/g ríkisdal. Ekki er kunnugt nema um þrjú eintök bókarinnar, og vantar í tvö þeirra að minnsta kosti. I formála gerir Guðbrandur grein fyrir tilgangi sínum með útgáfu sálmabókarinnar. Hann er sami og hjá Lúther, þegar hann gaf út sálmabók sína, að fá söfnuðunum í hendur sálma og andlegar vísur til söngs í kirkjunni. Hitt vakir þó ekki síður fyrir biskupi að beina þeim gegn ýmsum veraldlegum kveð- skap, sem var biskupi lítt að skapi, og nefnir hann helzt til „ónytsam- lega kveðlinga, trölla- og fornmanna rímur, mansöngva, afmorsvísur, brunakvæði, háðs- og hugmóðsvísur og annar vondur og ljótur kveð- skapur: klám, níð og kerskni, sem hér hjá alþýðufólki framarmeir er elskað og iðkað Guði og hans englum til styggðar, djöflinum og hans árum til gleðskapar og þjónustu en í nokkru kristnu landi öðru og meir eftir plagsið heiðinna manna en kristinna, . . . því að mjög er það mis- ráðið og ólaglegt að vanda veraldlegar vísur og önnur ónytsamleg kvæði með mestri orðsnilli og mælsku, sem maður kann bezt, en hirða ekki að vanda það, sem Guði og hans lofgjörð tilkemur.“ Sjálfur átti biskup lítinn beinan þátt í sálmabókinni. Hann kveðst aðeins hafa þýtt tvo þeirra eða mest þrjá. Með Sálmabók sinni lagði Guðbrandur biskup undirstöðuna að íslenzkri sálmagerð næstu tvær aldirnar, þó að ýmsu væri síðar breytt og við aukið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.