Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Side 55

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Side 55
BÓKASPJALL 55 Af allt öðrum toga spunnin er hin kostulega frásögn 13. kap. Fljóts- dæla sögu, þar sem höfundurinn, víst um 1500, lætur Hreiðar nokkurn, einum sex öldum fyrr, sitja við fornsögu, þ. e. við lestur fornsögu. Þá eru menn orðnir svo vanir bókum og lestri, að þeir geta ekki hugsað sér fornöldina bókalausa. Þótt lestur og skrift tíðkuðust eftir tilkomu kristninnar framan af mest með kirkjunnar mönnum, svo sem vænta mátti, varð það smám saman æ tíðara, að leikmenn lærðu hvort tveggja. Sígilt dæmi um bókaiðju og bókaeign lærðra manna á 12. öld er frásögn Prestssögu Guðmundar góða af Ingimundi presti Þorgeirs- syni og bókakistu hans. Ingimundur brá til utanfarar 1180 og með honum Guðmundur Arason, bróðurson hans og síðar biskup, er þá var að fóstri með hon- um. Þeir réðu sér far að Gásum og komust í fyrstu lotu að Melrakka- sléttu, en hrepptu þá andviðri, svo að skipið rak allt vestur að Strönd- um. Þeir fá þar mörg áföll og verða að taka land um síðir, Guðmund- ur illa fótbrotinn. I Prestssögu Guðmundar segir, að Ingimundur hafi í sjávarháskan- um saknað „bókakistu sinnar, og var hún fyrir borð drepin. Þá þótti honum hart um höggva, því að þar var yndi hans, sem bækurnar voru, en maður sá meiddur, er hann unni mest.“ En úr þessu öllu rættist vonum betur. Þar sem þeir komu að landi, „bjó fyrir sá maður, er Snorri hét og var Arngeirsson. Hann var lækn- ir. Hann tekur við Guðmundi og færir hann heim til sín og gerir við hann sem hann kunni bezt. En hann var þó félítill og vildi vel. Margir menn komu þangað úr næstu byggðum og vildu duga þeim og fé þeirra. Þá hét Ingimundur prestur, að bókakista hans skyldi á land koma og bækur. En fáum nóttúm síðar spurðist, að kistan var á land rekin að Dröngum heil og allt það, er í var, — og hélt ein hespa, en tvær voru af brotnar. En allar aðrar kistur voru upp brotnar, þær er á land komu, og allt úr það er í var. Þá fór Ingimundur þangað að þurrka bækur sínar, og var hann þar til Marteinsmessu.“ Þessi frásögn talar sínu máli á svo einfaldan og hrífandi hátt, að út af henni þarf naumast að leggja. En hún minnir okkur stöðugt á, hve litlu hefur oft munað, að íslenzkar bækur týndust, og hve miklu skiptir, að við látum okkur annt um þær og leggjum við þær rækt líkt og Ingimundur prestur forðum. Þegar kemur á 13. öld, láta leikmenn æ meira að sér kveða við rit-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.