Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Page 57

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Page 57
BÓKASPJALL 57 arlega í bókinni, er sr. Magnús Þórhallsson hefur ritað og nefnist Hverir konungar stýrt hafa Noregi, er getið seinast Ólafs Hákonar- sonar og sagt: Hann var þá konungur, er sjá bók var skrifuð. Þá var liðið frá hingaðburð vors herra, Jesú Christi, þrettán hundruð áttatíu og sjau ár. Jón Hákonarson er þannig hálffertugur, þegar hann ræðst í það stórvirki að láta rita Flateyjarbók, og hafði þá áður verið skrifuð á vegum hans engu minni bók en Vatnshyrna, er á munu hafa verið fjórtán íslendinga sögur og þættir. Við gætum spurt svona til gamans og samanburðar, hvað hálffert- ugur vel efnum búinn maður nú á dögum gerði við fé sitt, hvort hann réðist t. a. m. í bókagerð á borð við þá, er hér hefur verið lýst, eða keypti sér e. t. v. fremur dýrasta bílinn, er fáanlegur væri á markaðn- um. Einhverjir kynnu að segja, að samanburður af þessu tagi sé naum- ast raunhæfur, öldin sé nú önnur og menn hafi forðum ekki átt jafn- margra kosta völ. Hvað sem því líður, hlýtur framtak og stórhugur Jóns Hákonarsonar að verða Islendingum á öllum tímum visst for- dæmi og umhugsunarefni. Kynslóð hans átti við ýmsan vanda að etja engu síður en sú kynslóð, sem nú er á dögum. Nægir um það að grípa fáeinar klausur úr annál Flateyjarbókar, en við árið 1389 segir m. a.: Lézt Ivar krókur af drykkjuskap. Meira vín kom til Is- lands en menn myndi fyrr. Árið eftir, 1390, er þessi hrikalega lýsing: Manntapar miklir á Snjófellsnesi og svo víðara. Vor svo hart að kuldum og snjóum, að varla voru sauðgrös að Pétursmessu um sum- arið [29. júní]. Eldsuppkváma í Heklufelli hin átta með svo miklum fádæmum af gný og dunum, að heyrði um allt landið. Eyddust Skarð og Tjaldastaðir af bruna. Var svo mikið vikrakast, að sló hest til bana. Öskufall svo mikið, að margur fénaður dó af. Færði sig rás- in eldsuppkvámunnar úr sjálfu fjallinu og í skógana litlu fyrir ofan Skarð og kom þar upp með svo miklum býsnum, að þar urðu eftir tvö fjöll og gjá í milli. Kom upp eldurinn á fyrra ári og slokknaði á þessu. Og skömmu síðar segir í annálnum við þetta sama ár: Vatnavextir svo miklir, að engi mundi slíka, svo að þar fyrir drapst sauðfé víða í Skagafirði og í Desey í Norðurárdal. Hlupu skriður nær um allt land, svo að ónýttust bæði skógar, engjar, töður og úthagar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.