Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Page 58
58
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
En annál Flateyjarbókar og þar með bókinni lýkur á þessa leið
árið 1394:
Nú áttu menn þetta haust að vinna eiða að fé sínu, og minnkuðu
fleiri sína peninga [þ. e. a. s. töldu ekki allt fram til skatts]. Hallæri
mikið til kostar og skreiðar nær um allt land. Vor kalt, grasvöxtur lít-
ill, fellir nokkur.
Átta árum síðar dynur Svartidauði yfir, og er talið, að Jón Hákon-
arson hafi dáið í honum á bezta aldri rúmlega fimmtugur.
Þótt bækur þær tvær hinar miklu, er hér hafa verið nefndar, gengju
að því er virðist úr ættinni snemma á 15. öld, komust þær aftur í
hendur kunnra bókamanna og höfðu þannig sín áhrif, þ. e. örvuðu
til enn frekari bókagerðar í landinu.
Sigurður Nordal hyggur í formála 1. bindis Flateyjarbókar 1944,
að Þorleifur Árnason hafi eignazt bókina um leið og hann keypti
hálfa Víðidalstungu af Guðnýju, dóttur Jóns Hákonarsonar, og Sveini
Bergþórssyni manni hennar rétt fyrir 1416 og bókin hafi síðan verið
erfðagripur í ætt hans, unz Jón Finnsson í Flatey, er kominn var í
beinan karllegg af Þorleifi, gaf hana 1647 Brynjólfi Sveinssyni biskupi.
Jonna Fouis-Jensen, nú prófessor í Kaupmannahöfn, sýndi fram
á það í ritgerð um yngsta hluta Flateyjarbókar í Afmælisriti Jóns
Helgasonar 1969, að Þorleifur Björnsson hirðstjóri, sonarsonur Þor-
leifs Árnasonar, hefði átt Flateyjarbók á ofanverðri 15. öld og sjálfur
skrifað hluta viðbótarinnar. En hún telur það ekki þurfa að sanna, að
Þorleifur afi hans hafi eignazt bókina, eins og fyrr segir, hún kunni
að vera komin til hans eftir öðrum leiðum, er hún bendir á í grein
sinni, þótt hér verði ekki farið út í þá sálma.
Handritið Vatnshyrna, er svo var nefnt löngu síðar líkt og var um
nafngiftiná Flateyjarbók, kom í arfahlut Helga, sonar Jóns Há-
konarsonar, en rann síðar við lát Helga fyrst til Margrétar ekkju hans
og því næst föður hennar, Þorleifs Marteinssonar. Bókin lenti síðar
hjá bróðurdóttur hans, Solveigu Ólafsdóttur, er átti Guðmund Þor-
láksson. En sonarsonur þeirra var Bergþór Grímsson (lögréttumanns
Jónssonar), er seldi Guðbrandi biskupi Þorlákssyni Vatnshorn í
Haukadal 1581 og gerðist um leið próventumaður biskups, fluttist að
Hólum skömmu síðar og hafði þá Vatnshyrnu með sér. Þar kynntist
Arngrímur Jónsson bókinni og nefndi hana svo eftir heimili Berg-
þórs.
Þess má loks geta, að Guðbrandur biskup var dóttursonur Jóns lög-
manns Sigmundssonar, er aftur var dóttursonur |Þorleifs Árnasonar.