Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Side 62

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Side 62
62 FINNBOGI GUÐMUNDSSON orðið nokkuð yfir 1000 bindi í ýmsum vísindagreinum, bæði á ís- lenzku og dönsku. Hann lagði út Grönlands Hist. Alindesmærker og doktorsrit Jón Þorkelssonar yngri um skáldskapinn á Islandi, og gerði hann það á einni vorvertíð í landlegum milli sjóróðra, þegar þeir gerðu ekkert nema voru við spil.“ Sú mynd, sem Sighvatur Grímsson Borgfirðingur bregður hér upp aí' sér við ritstörfin, hlýtur að lifa með þjóðinni, meðan hún virð- ir og metur verk þeirra manna, er fleytt hafa fram bókmenningu hennar oft við hinar örðugustu aðstæður. Þessir menn gátu ekki vænzt né heldur væntu þess, að mikið yrði prentað eftir þá um þeirra daga, en þeir létu það sig engu skipta, heldur héldu ótrauðir áfram að skrifa og bjuggu þannig í hendur síðari tíma mönnum, er uppi voru á hentugri tíma að þessu leyti. Þeir tveir menn, sem hér hefur verið getið, Gísli Konráðsson og Sighvatur Grímsson Borgfirðingur, höfðu að því er virðist enga sér- staka löngun til þess að koma verkum sínum á prent. Rímur Gísla og Hannesar Bjarnasonar af Andra jalli voru prentaðar 1834 og Stjórnaróður Gísla, er hann kvað 1853, kom út á Akureyri 1858, og er þá víst upptalið það, er á þrykk gekk að honum lifanda. Örlitlu meira var prentað eftir Sighvat um daga hans, og vill svo til, að eitt hið fyrsta, Sagan af Natani Ketilssyni, var prentuð 1892, sama ár og lýkur sjálfsævisöguágripi því, er ég las úr hér áðan. Metnaður þeirra vinanna var fremur að keppa við hinar prentuðu bækur en veita verkum sínum í þann farveg. Fyrir tveimur árum voru birt í Andvara nokkur bréf Hallgríms Jónssonar djákna til Finns Magnússonar prófessors frá árunum 1822 —1836. Tilefni bréfaskipta þeirra var, að Hallgrímur beindi til Finns Annálasamtíningi frá íslands byggingu til 1795 og síðar m. a. rit- höfundatali, er hann tók saman um íslenzk skáld og rithöfunda, og er Hallgrími greinilega talsvert í mun, að þessi verk verði prentuð á vegum Bókmenntafélagsins. Ég les hér að gamni upphaf bréfs Hallgríms til Finns 21. október 1822, þar sem hann segir svo: „Yðar mér harla kærkomna bréf til mín af 25. maí þ. á. dirfir mig á ný að mæða yður með lestri þessara fáu og mögru lína, og er þá fyrst að minnast þess, sem fyrri skyldi orðið hafa, nefnilega hvað áhrærir Annála mína, og segi ég þá hérmeð velkomna, hvort heldur yður sjálfum eður Bókmenntafélaginu, til þeirra nota, er þeir kynnu álítast hæfir til, og miklu stærri ánægja væri mér í að vita þá geta orðið publico þarfari á einhvern hátt heldur en skeð gæti, ef
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.