Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Qupperneq 79

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Qupperneq 79
NORDAHL GRIEG OG FRIHETEN 79 þá minnast myndar í blöðum af Noregskonungi og Ólafi krónprins á flótta úti í skógi undan sprengjuregni frá flugvélum Þjóðverja. I upphafi kvæðisins bregður skáldið upp áþekkri mynd. Konungur- inn verður tákn allra þeirra, sem una því ekki að búa við hlekki. I september yrkir Grieg kvæði, sem hann nefnir De beste. Þeir beztu falla fyrir frelsishugsjón, en minning þeirra lifir. Nazistar í Noregi fangelsuðu eða tóku af lííi þá, sem veittu þeim andspyrnu. Einn af mörgum, sem lét lífið fyrir byssukúlum óvinanna, var vinur Grieg, Viggo Hansteen. Hann var skotinn 10. september 1941 ásamt Rolf Wickström, formanni í félagi málmsmiða. Hansteen var lög- fræðingur og félagi í norska kommúnistaflokknum. Hann reyndi að hamla gegn áhrifum nazista í norsku verkalýðshreyfingunni. Grieg orti kvæði til minningar um Hansteen, og ber það nafn hans. Það er lengsta kvæðið í Friheten, skipt í sjö kafla. Aftur hvarflar að skáldinu, hver verði næstur af þeim beztu til að falla. Hansteen átti þess kost að flýja land, en kaus að vera um kyrrt í Noregi. Grieg byrjar að yrkja þetta kvæði um Hansteen á Islandi, en lýkur því ekki fyrr en í Skotlandi í júlí 1943. Kvæðið hefur upprunalega annan endi en lesa má í Friheten. Verður síðar vikið að því. Nordahl Grieg fór aðra för til Jan Mayen um haustið. Af greina- safninu, Fáni Noregs, má ráða, að hann var hér á landi í janúar 1943. Þar greinir hann frá dvöl sinni meðal norskra flugmanna, her- og sjómanna. Hann segir einnig frá norskum og bandarískum her- mönnum á Islandi og tekur þátt í leiðangri á Vatnajökul 7.—-17. janúar 1943. Þegar hér er komið sögu, höfðu fleiri lönd dregizt inn í styrjöldina. 7. desember 1941 réðust Japanir á Pearl Harbor, og Bandaríkja- menn sögðu þeim stríð á hendur 8. desember. 11. desember sögðu Þjóðverjar og ítalir Bandaríkjamönnum stríð á hendur. Hér urðu mikil þáttaskil og óþarft að rekja þá sögu frekara. Nordahl Grieg kom aftur til London í febrúar 1943. Hann hélt fyrirlestra um ísland og skrifaði nokkrar greinar um það í Norsk Tidend. I ágúst yrkir hann kvæðið Danmark. Þar hafði baráttan gegn nazistum farið vaxandi. Enn hreif dauðinn vin á brott. Carl Gustav Fleischer hershöfð- ingi barðist gegn Þjóðverjum ásamt Englendingum, Frökkum og Pólverjum við Narvik. Hann var fyrirliði norskrar hersveitar og átti þátt í töku Narvik úr höndum Þjóðverja. Eftir uppgjöf Norðmanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.