Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1976, Page 98
98
LANDSBÓKASAFNIÐ 1975
Jón Jakobsson
landsbókavörður.
SÝNINGAR í febrúarmánuði voru liðin tíu ár frá því
er Vigdís Björnsdóttir hóf starf í Safna-
húsinu að viðgerðum handrita og skjala. í tilefni af því var í samráði
við þjóðskjalavörð efnt til sýningar á ýmsum skjölum og handritum,
er gert hefur verið við á umræddu tímabili, en árangur af starfsemi
þessari hefur reynzt bæði mikill og góður.
Viðgerðarstofan er sem kunnugt er í Þjóðskjalasafni og í umsjá
þjóðskjalavarðar, en á stofunni er gert við gögn beggja safnanna,
Þjóðskjalasafns og Landsbókasafns.
Haldin var í apríl sýning á verkum H. C. Andersens, en þess var
víða minnzt, að liðin var á árinu (4. ágúst) öld frá andláti hans. Þá
var og léð efni á barnabókasýningu í Norræna húsinu 2.-10. apríl.
í nóvember og desember stóð í anddyri Safnahússins sýning nokk-
urra sýnishorna bókmenntaiðju íslendinga vestan hafs, en þess vár
sem kunnugt er minnzt með ýmsum hætti á árinu, að liðin var öld
frá landnámi Islendinga í Manitobafylki í Kanada.
I sambandi við Gutenbergssýningu á Kjarvalsstöðum í nóvember
voru þar jafnframt sýnd nokkur þeirra rita, er Guðbrandur Þorláks-