Skinfaxi - 01.12.1935, Blaðsíða 24
104
SKINFAXl
um og unglingum enn meira tjón, en þeim, sem
komnir eru á fullorðins aldur. Mér finnst það sann-
gjörn krafa, að ungmenni haldi sér frá tóbaki fram
á tvitugsaldur. Ungir piltar og stúlkur gera sér ógagn,
andlega og líkamlega, með því að nota lóbak, um
eða innan við fermingaraldur, svo ekki sé minnzt á
alla þá peninga, sem fara i að kaupa sígarettupakk-
ana.
Á síðari árum hefir kvenfólkið viljað standa jafn-
fætis karlmönnunum í flestum greinum. Þvi miður
befir þetta orðið til þess, að kvenfólkið liefir farið
að taka upp ýmislegt óbeppilegt í fari karlmann-
anna og má þá m. a. nefna tóbaksbrúkunina. Sum-
ar stúlkur reykja mikið, og spilJa með því útliti sínu.
Þær verða óhraustlegri og ófriðari, og spilla tönn-
unum. Taugarnar verða óstyrkari, en tóbakslyktin
og gulu fingurnir segja til um sígaretturnar.
Reykingar spilla andrúmsloftinu, enda eru margir
reykingamenn kærulitlir að þessu leyti, gagnvart öðr-
um. Annars eru reykingar hreinlegri en önnur tó-
baksbrúkun. Munntpbaksmennirnir bafa ljótar tenn-
ur og rauðar slímliúðir i munninum; og óskemmti-
legar eru spýtingarnar.
Neftóbakið er mjög vinsælt bér á landi, og má
vorkenna íslendingum, að liafa smekk fyrir sliku.
Neftóbaksbrúkun var algeng í Frakklandi og Bret-
landi fyrr á öldum. Þetta befir þó lagzl niður, og má
heita undantekning, að sjá menn taka í nefið erlend-
is. Neftóbaksnotkunin er í flestum tilfellum svo
óhreinleg, að liún samrýmist ekki þeim kröfum, sem
nútímamenn ættu að gera um snyrtimennsku. Lækn-
unum þykir það ófögur sjón, að spegla innan nef-
göngin og kokið á neftóbaksmönnum. Slímbúðirnar
eru þykkar, rauðar og svörgulslegar, með sifelldri
slefju og slimrennsli, en stór svæði þakin svörtu tó-
baki, alveg aftur i kok. Afleiðingarnar þekkja allir