Skinfaxi - 01.12.1935, Blaðsíða 66
146
SKINFAXI
ing þessarar hugsjónar. Æslcan þarf fyrsí og fremst
að rækta sjálfa sig. Þar gefur hún þjóð sinni dýrasta
gjöfina og heilladrýgsta. En þá þarf alþýðuæskan um-
fram allt að hindra sérhverja beina og óbeina skerð-
ing á lífsmöguleikum sínum og menningarskilyrðum.
Og eins og drepið var á, er hér svo augljós liætta á
ferðum og svo þröngt um vik, að ekki verður um
deilt. Framtíð íslenzkrar alþý&uæsku er ieflt í tví-
sýnu nú af þeim þjóðfélagsöflum, sem samkvæmt eðli
sínu og stéttarafstöðu í þjóðlífinu lxljóta jafnan að
vera fjandsamleg æsku og vexti, ræktun og róttækni.
Og ungmennafélagshregfingunni her skylda til að
gera íslenzkri alþýðuæsku þetta tjóst og kenna henni
að beina samtakamætti sínum gegn þessari hættu.
Alþýðuæskan liefir sín sérstöku áhugamál að verja
og berjast fyrir, og sem hún liefir tengt óskir sinar
og hugsjónir við. Og það er skylda ungmennafélags-
hreyfingarinnar við þann æskulýð, að skýra fyrir
honum þau áhugamál jafnan í ljósi nýrra tíma og
hreyttra ástæðna.
Ungmennafélagshreyfingin er Iivorttveggja í senn
frjálslynd Iireyfing og þjóðleg í þessa orðs beztu
merkingu. Félögin eru starfandi í flestum sveitum
og kaupstöðum. Þau eru fjölmennasti og útbreidd-
asti æskulýðsfélagsskapur á Islandi. Þau ei'U sem
stendur megin-félagsstyrkur íslenzkrar alþýðuæsku
og eiga þvi að ná til allrar þeirrar æsku og kalla
hana til haráttu fyrir sínum eigin málstað: Aukn-
um atvinnuskilyrðum, auknum menningarskilyrðum.
Allar þær mörgu ákvarðanir, sem áhrif hafa beint
eða óbeint á lífskjör okkar, — jafnvel daglega, —
eiga rætur sinar á liinum pólitíska vettvangi. Þessi
nxál alþýðuæskunnar verða aldrei sótt og unnin full-
konxlega, nenxa á þeim vettvangi. En þar þarf engan
veginn að vera um einlita flokkspólitík að ræða frá
hálfu alþýðuæskunnar. Raunverulega eru það ekki