Skinfaxi - 01.12.1935, Blaðsíða 16
96
SKTNFAXI
hefir þó fyrst þroskazt á íslandi á síðustu sextíu ár-
um. Skal hér nefndur brautryðjandi vor í þeirri
mennt, Sveinbjörn tónskáld Sveinbjörnsson. Skemmti-
legt er einnig að minnast þess, að margir prýðilega
gáfaðir og skapandi tónsmiðir liafa fylgt honum
spor. Söngmenn vorir, sem sungið iiafa frumsamin
lög' islenzk fyrir erlendum áheyröndum, hera þvi
einnig vitni, að lögin þau falli jafnan í frjóan jarð-
veg hjá tilheyrendum, þyki ósjaldan hæði sérkenni-
leg og fögur. Tónmennt vor er ung, en engu að sið-
ur eigum vér þar langt frá ómerkilega arfleifð.
Islenzk myndlist hefir einnig fyrst fengið byr und-
ir vængi á síðasta mannsaldri. Þó hefir land vorl bor-
ið gæfu til, að eignast í höggmyndalist einhvern hinn
djúpsæasta og sérslæðasta snilling í þeirri grein á
vorri öld — Einar .Tónsson. Frumleiki, liáfleygi og
fegurð sameinast i meistraverkum hans. Sagt hefir
verið með réttu, að verk hans væru „óður um bar-
áttu og sigur liins góða“. í málaralist eigum vér og
orðið marga menn gædda ríkri listgáfu, sem hlutgeng-
ir myndu teljast meðal stærri þjóða. Menn eins og
Ásgrímur Jónsson, Jón Stefánsson, Jóhannes Kjarval
og Guðmundur Einarsson, að taldir séu nokkrir liin-
ir kunnustu í listmálarahópnum, liafa að vísu þrosk-
azt við erlend áhrif, en eru í innsla eðli sínu ramm-
islenzkir, og liafa, í beztu verkúm sínum, hrugðið
upp fögrum og stórfenglegum myndum af íslenzku
landslagi og þjóðlífi. Ríkarður Jónsson, einn hinn
sann-þjóðlegasti og fjölhæfasti listamanna vorra, hef-
ir með frumleik sínum og hugmyndaauðlegð hafið
islenzkan tréskurð i hærra veldi. Oss má vera það
óblandið fagnaðarefni, að merkileg myndlist er áreið-
anlega að skapast á íslandi; lnin er þegar orðin all-
glæsilegur þáttur i menningarlegum arfi vorum.
Hefi eg ])á dregið athyglina að hinu merkasta í
íslenzkum erfðiun; og þó aðeins hafi stiklað verið