Skinfaxi - 01.12.1935, Blaðsíða 47
SKINFAXI
127
vakinn á að kynna sér byggðarlagið silt, bæði af
bókum og rannsóknum á náttúrunni. Félagsmenn,
yngri sem eldri, áttu að leysa störf af liendi, í fjör-
ugum, vakandi félagsskap. Með störfum sínum áttu
þeir að tengjast nánari böndum við sveitina sína,
kynnast henni, læra að skilja, hvað hún liefir verið,
hvað inin er og bvað hún getur orðið. Þessi aukna
þekking á að leiða af sér ást á átthögunum og vekja
þar með löngun til að leita sér fullnægingar í því,
að vinna sveitinni sinni gagn.
Sem dæmi um slík verkefni er nefnl í lögum vor-
um: „Verndun og fegrun kirkju- og skólagarða og
annarra almenningssvæða o. fl.“ Það eru til J. U. F,-
deildir, — svo að nefnd séu fleiri dæmi um slörf í
þessa átt, — sem hafa lagt vegi, komið upp sveitar-
búsum (miðstöð fyrir félagsstarfsemi sveitarinnar),
byggðasöfnum og baðstofum fyrir sveitina, og lagt
vinnu í að safna ýmsum minjum sveitarinnar og
endurlifga gamla siði og venjur, o. s. frv.
Áhugi á margvíslegum liugsjónamálum liefir þann-
ig vaknað innan J. U. F.-deildanna og knúið unga og
verkfúsa krafta sveitanna lil sameinaðra átaka. Sýni
legur árangur starfanna befir styrkt böndin, sem
tengdu unglingana við áttbagana, en jafnframt verið
þeim til persónnlegs þroska og vaxtar og veitt lífi
þeirra nýtt og' aukið gildi.
í stefnuskrá J. U. F. stendur ennfremur: „Vekja
ábuga og skilning á atvinnuvegi bændanna, einkum
með því að koma á samkeppni i ræktun nytjajurta,
plægingu, mjöltun, heimilisiðnaði og öðrum starfs-
greinum landbúnaðar og sveitalieimila. Einnig með
því að koma á einföldum jarðræktartilraunum og að
fá unglinga til sjálfstæðrar starfsemi, t. d. eigin smá
atvinnufyrirtækja.“
Auk ofannefndrar samkeppni höfum vér einnig á
starfsskrá vorri keppni í niðursuðu, dagbókarhaldi.