Skinfaxi - 01.12.1935, Blaðsíða 64
144
SKINFAXI
burðirnir eru hversdagslegir, þegar nálægt þeini er
staðið. Og skyldi ekki fáum liafa doltið í hug 1835,
að nýr timi væri i aðsigi fyrir álirif frá þessu nýja
riti ungu námsmannanna úti í Höfn, og live margir
mættu fyrirtækinu með tortryggni? En þó hefir svo
dómur fallið, að æskumennirnir fáu, sem tóku liönd-
um saman 1835 til átaka þjóð sinni til sjálfstæðis
og framfara, hafi unnið stórvirki, þótt lítið sýndist
þeirra verk — ársrit, sem tórði fáein ár. — Þetta stór-
virki leiddi af sér margt annað og víðtækara, þótl
þeir, sem dirfðust að hefjast handa og trúa á áhrif
starfs síns, féllu í valinn fljótt. Frá útgáfu rits þeirra
reiknar þjóð þeirra nýtt timabil i sögu sinni.
100 ár eru liðin.
1935.
Og nú er einmitt heðið eftir æskumönnum til svip-
aðra átaka og þá. Enn á ný þarf rödd yngri kyn-
slóðarinnar að skera sig úr, orka hennar að safnast
saman og heinast að svi])uðu marki og þá. Þjóðin
hefir að vísu stigið stórkostleg framfaraspor siðustu
öld. En reynsla þeirra ára, sem nú eru að líða, hend-
ir til þess, að óvanalegir erfiðleikar standi fyrir dyr-
um, sem erfitt muni að yfirbuga, nema eldmóður
æskulýðsins vinni ný og enn öflugri Fjölnisverk en
áður. Alþýðuæskan finnur og til þess, en hún liefir
ekki enn horið fyllilega sainan ráð sin og ákveðið
aðgerðir sínar. Sárast allra finnur hún til þrengsl-
anna nú. Hún er það viðkvæmust og á mest i húfi:
hina óráðnu framtíð og hina óreyndu og óþjálfuðu
hæfileika. Engir finna meir til ]>ess en æskumenn-
irnir, ef lífsmöguleikarnir eru eyðilagðir. Alþýðu-
æskan clskar ekki stöðnun né afturför. Hennar er
lífsþorstinn, liennar er vaxtarþörfin, hennar eru
starfsdraumarnir og hennar er uppreisnarhugurinn
—- öllum öðrum fremur —, ef hallað er liennar sér-
staka lífsrétti, og afturhald og kúgun steðja að.