Skinfaxi - 01.12.1935, Blaðsíða 14
94
SKINFAXI
runa og endilokum veraldar og örlögum mannanna
barna. Mikið mannvit, „hyggindi, sem í liag koma“,
geyma „Hávamál“. Björtum geislum stafa þau inn
á sálardjúp forfeðra vorra; og við bjarmann af því
Ijósi verður oss greiðara, að ráða rúnir vors eigin
sálarlifs. Hinu ber eigi að neita, að í fornkvæðnm
vorum liggur gullið, jafnaðarlega, livergi nærri eins
laust fyrir og í fornsögum vorum.
Menn þekkjast af vinum sínum, segir talshátt-
urinn. Bókmenntirnar þekkjast einnig af sínum að-
dáendum. Eins og ofl liefir verið benl á — en það
er þess virði að endurtakast —, hal'a það einmitt
verið margir liinir ágætustu og fjölmenntuðustu menn
erlendir, sem ástfóstri hata teluð við fornbokmennt-
irnar íslenzku; óneitanlega er það þeim hin ákjós-
anlegustu meðmæli. Sem dæmi nefni eg þann mann-
inn, sem af ölluin útlendingum hefir rausnarlegast
sýnl i verki ást sína á íslenzkum fræðum og Islandi
— göfugmennið Willard Fiske, en hann var jafn-
framt einn liinn fjölhæfasti og lærðasti sinna sam-
tíðarmanna, amerískra.
Eg hefi staðnæmzt við fornhókmenntir vorar af
þvi, að þær eru mestu kjörgripirnir í menningarlegri
arfleifð vorri, og enn sem komið er nær eina hlut-
deild lands vors í heimsbókmenntunum. En þótt oss
verði að vonum slarsýnt á þessar klassisku hókmennt-
ir vorar, má oss ekki gleymast, að til eru síðari ahla
hókmenntir íslenzkar, og þær Iivergi nærri ómerki-
legar. Leit er á snilldarlegri eða andríkari trúarljóð-
um Iieldur en Passíusálmum Hallgríms Péturssonar,
„er svo vel söng, að sólin skein í gegnum dauðans
g(>ng“. Og ennþá færa hrennheit bænarmál lians svöl-
un þreyttum sálum. Nútímamaðurinn, jafnvel sá, sem
enga samleið á með séra Hallgrími í trúmálum, fær
eigi annað en dáð snilldina í sálmum lians. Þeir eru
ekki rýr þáttur bókmennta-arfleifðar vorrar.