Skinfaxi - 01.12.1935, Blaðsíða 43
SKINFAXI
123
höfðu enga fyrirhöfn sparað, Iiugsað allt og undir-
búið nákvæmlega og allt útlit var fyrir hezta ávöþt.
En svo hrynja allar vonir í rúst á fáum dögum, eða
jafnvel — stundum.
Þegar aðrir en hændur reyna sjálfir eða lesa í
blöðunum um þurrka, sem skræla gróðurinn, steypi-
regn og vatnsflóð eða næturfrost í júní — hvað hugsa
þeir þá og segja? Þegar hezt lætur eittlivað á þessa
leið:
„Aumingja bændurnir! Þeim er sannarlega vor-
kennandi. Þeir hafa erfitt og vandasamt starf. Gott,
að eg varð ekki hóndi, eins og eg var að hugsa um
á tímabili.“
Eða kannske menn segi á þessa leið:
„Það er ljóta óheppnin, að þessi rigning skyldi nú
fara að koma, meðan eg hefi sumarfrí, og eyðileggja
fyrir mér alla ánægjuna. Eins og eg hafði þó lilakk-
að til að njóta sólskins og blíðu.“
En fyrir bóndann liafði þessi „ljóta óheppni" sum-
arfrímannsins þær afleiðingar, að liann gat ekki létt
á skuldabyrðinni, sem hann tók á sig, þegar hann
keypti jörðina eða hyggði upp hæinn. Eða hún gerði
honum ókleift að koma á langþráðum umbótum,
auka bústofninn, kaupa vinnusparandi verkfæri og
vélar, stækka túnið, kaupa tilhúinn áburð, eða livað
það nú var, sem hann hafði dreymt um að geta gert,
ef ekkert óhapp steðjaði að.
Ekki nóg með það. Sjálft starf hóndans getur hæg-
lega orðið þannig, að honum finnist það vera til-
gangslaus og gagnslaus þrældómur.
Ef tíðin er góð, miðar verki hóndans jafnt áfram.
Þegar einu verkefni er lokið, þá er því lokið, næsta
tekur við — koll af kolli! Starf fylgir slarfi, eftir
föstum reglum.
I óþurrkum og ótíð gengur þetta allt öðruvísi. Þá
verður að vinna sama verkið upp aftur og aftur.