Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1935, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.12.1935, Blaðsíða 36
116 SKINFAXI ar um hrífuskaftið, en óskiljanlegt vísnahröngl brauzt fram ai' bleikum og skorpnum vörum hennar. Það var lofsöngur gömlu sveitakonunnar til skap- arans, fyrir þennan inndæla þurrk. Það var komið yfir hádegi, þegar snúningnum var lokið. Vestanknlið var lægt, nú var blæjalogn og steikjandi hiti. Bílaskrölt barst lil eyrna okkar frá sumargistihúsinu; kjötkaupmaðurinn var að koma þangað með konu sinni; þau ætluðu að skemmta sér í dag. — II. Við gengum inn og átum morgunmatinn: Skvr- hræru með flóaðri undanrennu út á, og flatkökur með smjöri, sem hafði verið drýgt með gamalli tólg. Við vorum öll matlystug. — — Hann er skolli heitur núna, tautaði gamli bónd- inn og leit í austur. —- Sko, hvað hann er bjartur á jöklana; það er aldrei þerrimerki. —- Áður en langt um leið, byrjuðum við að rifja afl- ur, og áhuginn var engu minni í gömlu hjónunum en fyrsl um morguninn. Þau heyrðu ekki einu sinni háværa hlátrana og glymjandi köllin i fólkinu hand- an við fljótið. En þegar minnst varði, örlaði á klósiga i útsuðri, og í sömu svipan var áttin þaðan. Á ótrúlega skömm- um tíma óx klósiginn og stækkaði ummál sitt á liimn- inum, og yfir jöklunum í austri svifu skýhnoðrar, sem smátt og smátt runnu saman, og urðu að ískyggi- lega stórum og dökkum regnflóka. Sannaðist gamla máltækið enn einu sinni: Á skammri stundu skip- ast veður i lofti. — Við skulum hætta að snúa og byrja að taka sam- an. Ilann ætlar hersýnilega að rigna á þennan hita, kallaði Halldór gamli, og horfði óvingjarnlega á vax- arnli klósigann og dökka flókann í austrinu. Svipur karlsins var liarður og kuldalegur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.