Skinfaxi - 01.12.1935, Blaðsíða 36
116
SKINFAXI
ar um hrífuskaftið, en óskiljanlegt vísnahröngl brauzt
fram ai' bleikum og skorpnum vörum hennar.
Það var lofsöngur gömlu sveitakonunnar til skap-
arans, fyrir þennan inndæla þurrk.
Það var komið yfir hádegi, þegar snúningnum var
lokið. Vestanknlið var lægt, nú var blæjalogn og
steikjandi hiti. Bílaskrölt barst lil eyrna okkar frá
sumargistihúsinu; kjötkaupmaðurinn var að koma
þangað með konu sinni; þau ætluðu að skemmta sér
í dag. —
II.
Við gengum inn og átum morgunmatinn: Skvr-
hræru með flóaðri undanrennu út á, og flatkökur
með smjöri, sem hafði verið drýgt með gamalli tólg.
Við vorum öll matlystug. —
— Hann er skolli heitur núna, tautaði gamli bónd-
inn og leit í austur. —- Sko, hvað hann er bjartur á
jöklana; það er aldrei þerrimerki. —-
Áður en langt um leið, byrjuðum við að rifja afl-
ur, og áhuginn var engu minni í gömlu hjónunum
en fyrsl um morguninn. Þau heyrðu ekki einu sinni
háværa hlátrana og glymjandi köllin i fólkinu hand-
an við fljótið.
En þegar minnst varði, örlaði á klósiga i útsuðri,
og í sömu svipan var áttin þaðan. Á ótrúlega skömm-
um tíma óx klósiginn og stækkaði ummál sitt á liimn-
inum, og yfir jöklunum í austri svifu skýhnoðrar,
sem smátt og smátt runnu saman, og urðu að ískyggi-
lega stórum og dökkum regnflóka. Sannaðist gamla
máltækið enn einu sinni: Á skammri stundu skip-
ast veður i lofti.
— Við skulum hætta að snúa og byrja að taka sam-
an. Ilann ætlar hersýnilega að rigna á þennan hita,
kallaði Halldór gamli, og horfði óvingjarnlega á vax-
arnli klósigann og dökka flókann í austrinu. Svipur
karlsins var liarður og kuldalegur.