Skinfaxi - 01.12.1935, Blaðsíða 74
154
SKINFAXI
El'nilegur sundmaður.
Það má telja færandi í frásögur, að á þessu ári hefir l(i ára
gamall drengur í Reykjavík, Ingi Sveinsson, sett fjögur ný
met i sundi. Siðasta met
sitt setti hann 14. nóvem-
ber, í 400 metra bringu-
sundi, en þá vegalengd
svam hann á 6 mínútum
og 39,1 sekúndum. Fyrra
metið í þessu sundi var
6 min. 45,6 sek., og átti
Ingi það sjálfur. Hefir
hann þannig keppt við og
sigrað sjálfan sig. Er lik-
legt, að vænta megi af
honum mikilla afreka í
sundi, með auknum
þroska og styrk.
Ingi Sveinsson er sendi-
sveinn við heildverzlun i
Reykjavík og iðkar sund
i tómstundum sínum.
Hann er einn drengj-
anna, sem fóru skólaför
til Færeyja fyrir tveim-
Ingi Sveinsson. ur árum, og einn höfund-
ur bókar þeirrar, er drengirnir skrifuðu um ferðina.
Geta má þess, að heimsmet í 400 m. bringusundi er 5 mín.
50,2 sek. Þýzkur maður, E. Rademacher, setti það i New Ilaven
1920. Hefir því Tngi nokkuð að keppa við ennþá. Sænskt met
er 6 mín. 3,6 sek., en danskt 6 min. 9,5 sek.
Bækur.
Jón Magnússon: Flúðir.
Árið 1925 kom út lítil ljóðabók, llláskógar, eftir Jón Magn-
ússon, ungan iðnaðarmann í Reykjavík. Bók þessi vakti meiri
alhygli en títt er um byrjunarbækur ungra skálda. 1929 kom
önnur ljóðabók frá sama höfundi, Hjarðir, og varð nú ekki
um villzt, að hér var gáfað og merkilegt skáld á ferðinni.