Skinfaxi - 01.12.1935, Blaðsíða 70
150
SKINFAXI
vilja, lærir hún það á slíku samstarfi um nánustu
og brýnustu menningarmál sín. Hún getur ekki, má
ekki hika nú, sjálf hefir hún mikið að segja og starfa,
margt að berjast fyrir, sem einstök félög og félags-
samtök brestur getu og aðstöðu til að fylgja eftir
sem skyldi. Og þó slík félög liafi alltaf ýms sérmál,
sem um þarf að ræða, eru þau mál engan veginn
útilokuð frá stóru, víðlesnu, sameiginlegu l)laði.
Ef þau æskulýðsfélög, sem minnzt liefir verið á,
tengja hér saman buga og liendur, er kjarni íslenzkr-
ar alþjrðuæsku vaknaður til meðvitundar um sam-
eiginleg áhugamál sín, sameiginlegt blutverk sitt og
sameiginlegan vilja sinn. Þá væri bafinn nýr og áð-
ur ófarinn áfangi í íslenzkri menningarbaráttu. Er
það ekki bin sjálfsagða aldarminning Fjölnis?
Ungmennafélagar, hugsið málið og ræðið það.
Gerið ykkur grein fyrir binni sérstöku aðstöðu, sem
þið hafið til að vinna að góðu gengi þessa menning-
armáls. Hér er ekki aðeins um að ræða nýtl blað
í viðbót við öll, sem fyrir eru, hér er um að ræða
nýjan, samtengdan æskulýðsvilja, nýja, markvissa
æskulýðssamvinnu um mesla nauðsynjamál þeirra,
sem saman vinna.
í slíkri samvinnu býr sá þróttur, að skilyrði eru
til enn glæsilegri árangurs nú 1935 og framvegis en
nokkru sinni náðist 1835 og þaðan frá.
Ungmennafélagar, sem strjálbýlið sundrar og tor-
veldar starf! Getuin við ekki öll, sem ung erum og
höfum fyrir sameiginlegum hagsmunum að berjast
og menningarskilyrðum, bafið með samstarfi voru
innan skamms nýtl timabil í ræktun lýðs og lands:
hinu sameiginlega takmarki allrar sannrar og frjáls-
huga æsku.
Eruð þið ekki sammála þessu í meginatriðum og
einnig því, að þið og ykkar útbreiddu félagssamtök
séuð einn þýðingarmesti aðili þessa máls nú: Endur-