Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1935, Blaðsíða 78

Skinfaxi - 01.12.1935, Blaðsíða 78
158 SKINFAXI „Ég heilsa þér“ ger'ði Guðmund ekki þjóðkunnan, í venju- legri merkingu þess orðs, en margir biðu þó með eftirvænt- ingu næstu bókar frá hendi hans — sem gert var ráð fyrir, að yrði ljóðabók. — Til marks um það, hversu vel menn tóku kveðju hins verðandi skálds er, að upplagið mun næst- um uppselt. Þegar Guðmundur hafði lokið kennaraprófi vorið 1934, fór hann heim til sin og var í vegavinnu í átthögum sínum um sumarið. Hann hafði þann starfa, að jafna úr ofaníburði á veginum. Svo hagar til víða austur þar, að ofaniburður er langsóttur og er þá næðissamt hjá þeim, sem jafnar úr ofani- burðinum. Þessi þægindi notaði Guðmundur sér. Hann sat á vegbrúninni meðan hann beið — og skrifaði í vasabók með blýanti frumdrög að skáldsögu. í fyrrahaust fór Guðmundur svo norður í Húnavatnssýslu og gerðist farkennari. Þar lauk hann til fullnustu við skáldsögu sina og hafði hana tilbúna til prentunar, þegar hann kom suður í vor. ísafoldarprent- smiðja li.f. keypti handritið — og nú eru Bræðurnir í Gras- haga, skáldsaga af Suðurlandi, eftir Guðmund Daníelsson frá Gutlormshaga, mjög lesin og umtöluð bók. Bræðurnir í Grashaga, Sverrir og Ari, sem báðir eru ókvænt- ir þegar sagan hefst, hafa tekið við föðurleifð sinni, góðu búi, að foreldrum sínum látnum og ráðið til sín ráðskonu úr fjar- lægu héraði, Ragnheiði að nafni; en í fylgd með henni er dóttir hennar gjafvaxta. Mæðgurnar hafa ekki verið lengi í Grashaga, þegar góðar ástir takast með þeim Ara (yngra bróð- urnum) og Hlíf dóttur ráðskonunnar, og þau trúlofast. I ver- tíðarbyrjun næsta vetur fer Hlíf burtu af heimilinu til dval- ar. Ari fyllist söknuði við brottför unnustunnar og atvikin haga þvi svo, að hann, í sorgum sinum, kemst á vald tengda- móður sinnar tilvonandi og þau lifa saman í óleyfilegum ást- um. Hlíf kemur heim eftir nokkurn tíma — og hefir ung- barnsfatnað meðferðis. Þau Ari giftast, bræðurnir skipta bú- inu sem nákvæmast og fjölskyldurnar tvær byrja svo að segja nýtt lif i nýreistu húsi. Allt virðist ganga stórslysalaust, þrátt fyrir smáerjur, sem stafa af ólíku skapferli bræðranna. Á miðjum slætli tilkynnir Ragnlieiður, sem enn er ráðskona hjá Sverri, Ara, að hún sé barnshafandi af völdum hans. Ari verður frávita við fregn þessa og drekkur sig fullan, þrátt fyrir brakandi þurrkinn, staðráðinn í að flýja hin dapurlegu örlög, sem bíða hans. En Sverrir bjargar heiðri bróður síns, með því að lofa að gangast við barni ráðskonunnar, fer á fund unnustu sinnar, Hrafnhildar, segir henni hvernig komið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.