Skinfaxi - 01.12.1935, Blaðsíða 53
SKINFAXI
133
Drengskapur lians, karlmannleg glæsimennska, göf-
ugmannlegur skapliiti, hugsjónaþrótlur, og svo öll hin
margvíslegu störf Iians, voru slík, að Ungmennafélags-
skapurinn á ekki aöra glæsilegri fyrirmynd fyrir unga
starfsmenn sína.
Merki Tryggva Þórhallssonar var merki íslenzks
landbúnaðar, íslenzks sveitalífs og sveitamenningar,ís-
lenzkrar ræktunar, íslenzkrar moldar. Hefjum það
merki hærra en áður, ungmennafélagar, og skipum
okkur þéttar undir það og af meiri röskleik en áður.
Það er verðugur minnisvarði Tryggva Þórhallssonar.
Heimsókn og liugleiðingar.
Eftir Þórhall Bjarnarson.
Mér þykir skylt, að minnast heimsóknar skáldkon-
unnar frú Jakobinu Johnson, þar sem uppástungan
um það, að bjóða henni heim, kom fyrst fram í febr,-
hefti Skinfaxa 1934. Var þar stungið upp á, að Lands-
samband kvenna, Félag Vestur-íslendinga i Reykja-
vík og Ungmennafélag íslands gengjust fyrir heim-
boðinu. Komst þessi uppástunga í framkvæmd
snemma á árinu 1935, og var þá nefnd skipuð af þess-
um þrem félögum og voru í henni: Frá Landssam-
bandi kvenna frú Ragnhildur Pétursdóttir, Háteigi,
frá Félagi Vestur-lslendinga Hálfdán Eiríksson kaup-
maður, Ari Eyjólfsson forstjóri og Aðalbjörg John-
son fréttarilari Útvarpsins, og frá U.M.F.Í. frú Guðrún
Erlings, Jón Þórðarson kennari og Þórhallur Bjarnar-
son prentari. Nefndin átti fund með sér snemma á
árinu og kaus frú Guðrúnu Erlings formann nefndar-
innar og Hálfdán Eiríksson gjaldkera.
Skrifaði nefndin bréf og ávarp til allra kvenfé-