Skinfaxi - 01.12.1935, Blaðsíða 49
SKINFAXI
129
bókfæra daglegan vinnutíma sinn og í'æra nákvæma
reikninga. Hann á að meta vinnu sína t. d. á 25 aura
klukkustund, ef hann er eldri en 15 ára, en 20 aura,
ef liann er yngri. Allir reikningar verða að vera ná-
kvæmir, til þess að tryggja það, að hinn lireini ágóði
á reikningunum sé raunverulegur. Bóndanum ríður
allra manna mest á að kunna þá vandasömu list, að
gera nákvæmar áætlanir og rélta útreikninga. Hvaða
gróður borgar sig bezt að rækta í þessum jarðvegi
og hvern í hinum. Hvaða áburður gefur mestan arð,
hvaða fóðurblöndun, o. s. l’rv., endalaust. —
Arið 1928 tóku 2006 drengir og stúlkur þátt í fé-
lagsstarfi því, sem Röckefellerstofnunin ber kostnað
af. Samanlagt flatarmál ræktarlands þeirra var
724.615 m2, og uppskera þeirra var að verðmæti yf-
ir 85.000 krónur. Utgjöld þeirra við ræktunina voru
um 50.600 kr., en vel að merkja: þar eru reiknaðar
með allar vinnustundir þeirra sjálfra. Auk kaupsins,
sem þau hafa reiknað sjálfum sér fvrir vinnu, hafa
því hreinar tekjur þeirra verið samtals yfir 34.400 kr.
Þessar miklu hreinu tekjur voru ])ó ekki það, sem
eftir var sótzt aðallega með starfseminni. Það var —
eg endurtek það enn einu sinni — að vckja áhuga
Iiinnar yngstu æsku á landbúnaði og jarðrækt, og
virðingu hennar fyrir þeim atvinnuvegi.
Starfsemi hinna eldri J. U. F.-félaga er engan veg-
inn eingöngu fólgin í kappleikjum og slíku. Ilið milda
ætlunarverk J. U. F. cr að sameina æskulýð sveit-
anna til skipulegrar vinnu að gagnlegum málum,
hver sem þau eru, — að reyna að eggja og auka
starfslöngun og athafnaþrá æskunnar, sem einangr-
un sveitanna dregur úr. Ryðjum hindrunum úr leið-
inni, og framsóknarþrá og athafnaþörf æskunnar
sjálfrar mun sjá fyrir því, sem á vantar. Fyrir þvi
höfum vér fengið gleðilega reynslu. Deildir vorar liafa
ráðizt með ákafa og krafti á mörg og misjöfn verk-
9