Skinfaxi - 01.12.1935, Blaðsíða 30
110
SKINFAXL
Sennilega væri hægt að fá kennara héraðs- og barna-
skólanna, sem leiðbeinendur á þessum mótum. Þessi
mót liefðu heilsufarslega, þekkingarlega og uppéldis-
lega-þýðingu. Unga fólkið lærði Ijetur að þckkja og
skilja umhverfi sitt og líf. t
Eg er sannfærður um það, að þótt ekki sæktu marg-
ir þessi mót í fyrstu, |)á myndi þeim fljótl fjölga. Þeir
sömu kæmu aftur og þá með aðra með sér.
Sumir munu nú kannske segja, að unga fólkið, að
minnsta kosti í sveitum, vanti tíma, þurfi að sinna
iiverdagslegum störfum. Það virðist ef til vill svo fljótt
á lilið, en mér er nær að lialda, að þessi mól næðu
fijólt þeirri hylli, að unga fólkið fengi og hefði nógan
tíma til að sækja þau. Þau yrðu skoðuð sem faslur og
sjálfsagður liður í lífi og starfsemi æskunnar.
Hið nýstofnaða ungmennasamhand Austfjarða, hef-
ir sett lagagrein um það, að slíkt mót sem þetta verði
haldið á hverju ári. Eg vona, að það beri gæfu til að
hrinda því i framkvæmd, og þá efast eg ekki um ár-
angurinn.
Skúli Þorsteinsson.
Við eldana.
Ég sit viö eldana. Óralangt inni í skugganum
býr eitthvað, er minnir á von, sem er löngu dáin.
Niðdimm og köld bíður nóttin úti lijá glugganum
nafnlausra söngva, er fæðast og hverfa í bláinn.
Ég læt mig dregma og anda að mér ilmi blómanna,
seni nxn í fyrra á sólhlýjum júnidögum,
og vagga mér rótt á titrandi öldum ómanna,
sem eitt sinn voru brot úr hljómfögrum lögum.